Heimir Guðjóns: Ósáttur við tímasetninguna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 13:45 Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12
Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00