Sport

Murray og Williams munu keppa á Opna ástralska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum.
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum. Vísir/AFP
Serena Williams og Andy Murray munu snúa aftur á tennisvöllinn í janúar. Þetta sagði framkvæmdarstjóri Opna ástralska risamótsins, Craig Tiley.

Murray, sem situr í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki spilað síðan í júlí vegna meiðsla á mjöðm.

Hin 36 ára Serena Williams, sem er ein sigursælasta tenniskona sögunnar, eignaðist sitt fyrsta barn nú í september.

„Allir bestu tenniskapparnir verða komnir til baka í Melbourne,“ sagði Tiley.

„Ég hef talað við Murray og hann ætlar sér að eiga frábært ár 2018.“

Williams gaf út áður en hún átti dóttur sína að hún ætlaði sér að vera komin til baka fyrir Opna ástralska, en hún vann mótið í fyrra.

„Hún vill koma til baka og verja titil sinn,“ sagði Craig Tiley.

Hann á einnig von á því að efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, verði kominn þangað en hann hefur verið að glíma við meiðsli í olnboga.


Tengdar fréttir

Serena Willams sigraði systur sína og vann sér sinn 23. titil

Serena ritaði nafn sitt í sögubækurnar með þessum sigri og er því komin fram úr Steffi Graf sem hefur hingað til staðið Serenu framar. Hún er nú aðeins einum titli á eftir Margaret Court sem á metið í sigrum í tennisheiminum með 24 titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×