Erlent

Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein

Þórdís Valsdóttir skrifar
Jolie segir að hún hafi ákveðið að vinna aldrei með Weinstein eftir slæma reynslu. Paltrow var einungis 22 ára gömul þegar Weinstein áreitti hana.
Jolie segir að hún hafi ákveðið að vinna aldrei með Weinstein eftir slæma reynslu. Paltrow var einungis 22 ára gömul þegar Weinstein áreitti hana. Vísir/epa

Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört.



Sjá einnig: Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein



Hollywood leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie segjast báðar hafa verið áreittar af Weinstein. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times



Þegar Gwyneth Paltrow var 22 ára gömul var hún ráðin af Weinstein til að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Emma, sem byggð var á sögu Jane Austen. Áður en tökur hófust boðaði hann Paltrow á svítu sína á hóteli í Beverly Hills. Þar setti hann hendi sína á læri hennar og stakk upp á því að þau færu inn í svefnherbergi svítunnar að fá nudd.



„Ég var barn, ég var búin að skuldbinda mig, ég var stjörf af hræðslu,“ sagði Paltrow í viðtali við New York Times. Hún hafnaði boði hans um nudd og síðar varaði Weinstein hana við að segja nokkrum manni frá atvikinu.



Angelina Jolie hefur svipaða sögu að segja. „Ég átti slæma reynslu með Harvey Weinstein á mínum yngri árum, og vegna þessa, ákvað ég að vinna aldrei með honum aftur og vara aðra við því sem hann gerði,“ sagði Jolie og bætti við að hegðun sem þessi gagnvart konum væri óásættanleg.


Tengdar fréttir

Harvey Weinstein rekinn

Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×