Erlent

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna flúðu vegna vampíruótta

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Peter Mutharika forseti Malaví hefur áhyggjur af ofbeldinu.
Peter Mutharika forseti Malaví hefur áhyggjur af ofbeldinu.
Sameinuðu þjóðirnar hafa flutt starfsfólk sitt frá tveimur svæðum í Malaví þar sem vampíruótti kom af stað líkamsárásum. Að minnsta kosti fimm eru látnir vegna ofbeldisins í Malaví en margir þar trúa því að vampírur og aðrar yfirnáttúrulegar verur séu til.

Í skýrslu sem Reuters fréttastofan fékk frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kemur fram að þessir einstaklingar hafi dáið eftir að hópur fólks réðst á þá og sakaði þá um að vera vampírur. Hópar hafa komið upp vegatálmum í leit sinni af vampírum. Orðrómur um vampírur kom einnig af stað hrinu ofbeldis í Malaví árið 2002.

„Sögur af blóðsugum og hugsanlegri tilvist vampíra hefur haft mikil áhrif á þessum svæðum,“ segir í skýrslunni. Einhverjir starfsmenn voru færðir og einhverrri starfsemi en starfsmenn á öðrum svæðum hafa ekki verið fluttir.

Öryggisráðið fylgist náið með stöðu mála og ætlar að tryggja að starfsfólkið sem hafði verið flutt komist aftur til starfa eins fljótt og mögulegt er.  Samkvæmt frétt Reuters er ekki vitað hversu margir starfsmenn voru færðir vegna vampírumálsins.

Í tilkynningu frá Peter Mutharika forseta Malaví kemur fram að hann hafi miklar áhyggjur af þessu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×