„En ég leik allavega ekki Davíð“ Guðný Hrönn skrifar 11. október 2017 10:00 Örn segir það hafa verið krefjandi en skemmtilegt að taka þátt í uppsetningu á Guð blessi Ísland. vísir/eyþór „Þetta er leikverk sem er byggt á rannsóknarskýrslu Alþingis og heitir Guð blessi Ísland, kannski af augljósum orsökum þar sem fræg ræða þáverandi forsætisráðherra endaði á þessum orðum,“ segir leikarinn Örn Árnason, spurður út nýjasta leikverkið sem hann fer með hlutverk í. Örn fer með nokkur hlutverk í sýningunni, spurður nánar út í það: „Ég fer með mörg hlutverk og sömuleiðis allir í leiksýningunni. Við erum leikhópur að reyna að segja þessa sögu, og teikna upp fólkið sem lendir í þessum aðstæðum, sem er bara þjóðin. Í raun og veru erum við bara að reyna að teikna upp samfélagið og hvernig það bregst við hruninu,“ útskýrir Örn. Hann getur ekki gefið of mikið upp en staðfestir þó að hann fer ekki með hlutverk Davíðs Oddssonar þó að hann komi við sögu í verkinu. Það vekur kannski athygli þar sem Örn hefur leikið Davíð reglulega í þrjá áratugi. „Nokkrir hafa nú reynt við Davíð í millitíðinni en það er náttúrulega enginn eins góður og ég,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður hvenær hann lék Davíð fyrst segir hann:„Mig minnir að það hafi verið í áramótaskaupinu árið 1986. Þegar hann var borgarstjóri.“Hvað á það að þýða að þú leikir ekki Davíð í þessu verki? „Það er góð spurning. Hins vegar kemur fram í sýningunni ákveðin útskýring á því. Það er þarna ákveðin tenging, hún er svolítið spennandi,“ segir hann og hlær. „En við hlaupum sem sagt á milli margra hlutverka og það er erfitt að segja til um hvaða hlutverk maður leikur. Mestmegnis snýst þetta um að við sem hópur erum að segja frá. En ég leik allavega ekki Davíð.“ Krefjandi og skemmtilegtPlakat leiksýningarinnar vekur athygli en þar getur að líta eitt stórt partí þar sem kampavínið flæðir. „Já, það er bara það sem þetta var.“Plakatið fyrir Guð blessi Ísland er eitt stórt partí.MYND/BORGARLEIKHÚSIÐÁætluð frumsýning verksins er 20. október. Spurður út í hvernig ferlið á bak við uppsetningu verksins hafi gengið segir Örn: „Þetta hefur verið krefjandi en alveg fáránlega skemmtilegt. Þorleifur Örn leikstjóri og Mikael, höfundar verksins, eru bæði vel gefnir og klárir, ég treysti þeim til að koma okkur í höfn með þetta,“ segir Örn. Örn hrósar öllu teyminu á bak við verkið í hástert. „Það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna í þessari hópvinnu. Leikhópurinn stórkostlegur, öll sem eitt. Ég held að út úr þessu komi mjög spennandi sýning sem allir hafi gott af því að sjá. Og við ætlum að gera okkar besta til að segja þessa sérkennilegu sögu sem skók þetta sker.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta er leikverk sem er byggt á rannsóknarskýrslu Alþingis og heitir Guð blessi Ísland, kannski af augljósum orsökum þar sem fræg ræða þáverandi forsætisráðherra endaði á þessum orðum,“ segir leikarinn Örn Árnason, spurður út nýjasta leikverkið sem hann fer með hlutverk í. Örn fer með nokkur hlutverk í sýningunni, spurður nánar út í það: „Ég fer með mörg hlutverk og sömuleiðis allir í leiksýningunni. Við erum leikhópur að reyna að segja þessa sögu, og teikna upp fólkið sem lendir í þessum aðstæðum, sem er bara þjóðin. Í raun og veru erum við bara að reyna að teikna upp samfélagið og hvernig það bregst við hruninu,“ útskýrir Örn. Hann getur ekki gefið of mikið upp en staðfestir þó að hann fer ekki með hlutverk Davíðs Oddssonar þó að hann komi við sögu í verkinu. Það vekur kannski athygli þar sem Örn hefur leikið Davíð reglulega í þrjá áratugi. „Nokkrir hafa nú reynt við Davíð í millitíðinni en það er náttúrulega enginn eins góður og ég,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður hvenær hann lék Davíð fyrst segir hann:„Mig minnir að það hafi verið í áramótaskaupinu árið 1986. Þegar hann var borgarstjóri.“Hvað á það að þýða að þú leikir ekki Davíð í þessu verki? „Það er góð spurning. Hins vegar kemur fram í sýningunni ákveðin útskýring á því. Það er þarna ákveðin tenging, hún er svolítið spennandi,“ segir hann og hlær. „En við hlaupum sem sagt á milli margra hlutverka og það er erfitt að segja til um hvaða hlutverk maður leikur. Mestmegnis snýst þetta um að við sem hópur erum að segja frá. En ég leik allavega ekki Davíð.“ Krefjandi og skemmtilegtPlakat leiksýningarinnar vekur athygli en þar getur að líta eitt stórt partí þar sem kampavínið flæðir. „Já, það er bara það sem þetta var.“Plakatið fyrir Guð blessi Ísland er eitt stórt partí.MYND/BORGARLEIKHÚSIÐÁætluð frumsýning verksins er 20. október. Spurður út í hvernig ferlið á bak við uppsetningu verksins hafi gengið segir Örn: „Þetta hefur verið krefjandi en alveg fáránlega skemmtilegt. Þorleifur Örn leikstjóri og Mikael, höfundar verksins, eru bæði vel gefnir og klárir, ég treysti þeim til að koma okkur í höfn með þetta,“ segir Örn. Örn hrósar öllu teyminu á bak við verkið í hástert. „Það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna í þessari hópvinnu. Leikhópurinn stórkostlegur, öll sem eitt. Ég held að út úr þessu komi mjög spennandi sýning sem allir hafi gott af því að sjá. Og við ætlum að gera okkar besta til að segja þessa sérkennilegu sögu sem skók þetta sker.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira