Erlent

Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi Harvey Weinstein er sagt hafa verið verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi.
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi Harvey Weinstein er sagt hafa verið verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi. vísir/getty

Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. Hlusta má á upptökuna í spilaranum neðst í fréttinni.



Á upptökunni, sem lögreglan í New York gerði í tengslum við leynilega aðgerð sína árið 2015, viðurkennir Weinstein að hafa áreitt fyrirsætuna Ambra Battilana Gutierrez kynferðislega. Segir Weinstein á upptökunni að svona sé hann vanur að hegða sér.

 



Vísir greindi í gær frá ítarlegri umfjöllun New Yorker um Weinstein þar sem 13 konur segja frá því hverngi hann ýmist áreitti þær kynferðislega eða beitti þær kynferðisofbeldi.



Þrjár af þeim segja Weinstein hafa nauðgað þeim. Blaðamaður New Yorker segir hegðun og framkomu Weinstein gagnvart konunum vera verst geymda leyndarmál Hollywood.



Fyrst var greint frá kynferðislegri áreitni Weinstein í garð kvenna í skemmtanabransanum í frétt The New York Times í liðinni viku. Í kjölfarið steig hann til hliðar hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company en á sunndaginn rak svo stjórn fyrirtækisins hann vegna ásakananna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×