Tuga prósenta verðmunur á vetrardekkjum og umfelgun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Vetrarösin á dekkjaverkstæðum fer að bresta á en töluverðu getur munað á verði fyrir dekkjaskiptin. Vísir/Vilhelm Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Sjá meira
Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Sjá meira