Krafa um dreifingu ferðamanna vegna þátttöku Íslands á HM Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 06:00 Landkynning Íslands vegna afreka Gylfa Sigurðssonar og félaga mun fjölga ferðafólki á Íslandi. vísir/Ernir Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönnum sem víðast að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastaðurinn Ísland hefur fengið síðustu misseri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.vísir/ernirGistinóttum á Norður- og Austurlandi fækkaði í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð í fyrra og vísbendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfestingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitarfyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherraHún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórnvöld,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og samfélagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hagsældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðslegum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönnum sem víðast að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastaðurinn Ísland hefur fengið síðustu misseri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.vísir/ernirGistinóttum á Norður- og Austurlandi fækkaði í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð í fyrra og vísbendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfestingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitarfyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherraHún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórnvöld,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og samfélagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hagsældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðslegum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira