Innlent

Guðfinna Jóhanna leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi og héraðsdómslögmaður leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður við Alþingiskosningarnar 28. október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Guðfinna hefur setið í borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og lagt höfuðáherslu á húsnæðismál í Reykjavík og lausn húsnæðisvandans.

Í störfum sínum að húsnæðismálum á undanförnum árum hefur Guðfinna meðal annars setið í stjórn Húseigendafélagsins og Búseta, verið formaður kærunefndar húsamála og tekið þátt í gerð lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og álitsgerða, kennt og haldið fyrirlestra um fasteignamál.  

Guðfinna ákvað að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hætti í flokknum. 


Tengdar fréttir

Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×