Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Jón Hákon Halldórsson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 13. október 2017 06:00 Fólkið í landinu vill að við vinnum vinnuna okkar, segir Lilja Alfreðsdóttir. Strákarnir taka undir. Vísir/stefán Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. „Það er enn mjög erfitt að átta sig á því hvernig landslagið verður eftir kosningar. Þess vegna er óvenju vitlaust að vera að fara fram úr sér að mynda einhverja ríkisstjórn fyrir kosningar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn mælast með trausta forystu í skoðanakönnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis og ættu samkvæmt því að vera í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. Steingrímur, sem gegndi stöðu fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í síðustu vinstristjórn, er ekki reiðubúinn til að greina frá því hvaða stöðu hann myndi sækjast eftir að loknum kosningum. „Ég er nú ekkert að velta því fyrir mér. Ég ætla bara að vera með í liðinu og reyna að gera gagn og gera það sem ég verð beðinn um að gera.“Eftir 34 ár á Alþingi, segist Steingrímur þó enn brenna fyrir pólitík. „Þetta eru óvenjulegir tímar og það er bara á margan hátt magnað að fá að vera með í því,“ segir Steingrímur og bætir við að vissulega líti staðan vel út fyrir VG um þessar mundir. „Ég held að við séum að uppskera af mjög góðu starfi. Við erum með frábæran formann sem stendur upp úr, ekki í líkamlegum skilningi heldur pólitískum. Eins og fjall innan um smáhóla í kringum sig þegar kemur að mælingum í íslenskum stjórnmálum. Hún nýtur yfirburðatrausts,“ segir Steingrímur. Hann segir þjóðina kalla á að hún verði næsti forsætisráðherra og hann vonar að það takist. „Ég ætla að leyfa mér að segja það og vera hreinskilinn: Er ekki kominn tími á venjulega, heiðarlega og trausta manneskju, unga þriggja barna móður sem býr í blokkaríbúð í Vesturbænum og fer á hjóli í vinnuna? Einhverja traustustu og heiðarlegustu manneskju sem ég þekki. Það er Katrín Jakobsdóttir. Er ekki komið nóg af hinu, þessum silfurskeiðadrengjum hverra stjórn við höfum verið undir undanfarin ár? Það hefur ekki gengið mjög vel fyrir landið. Ég er í það minnsta orðinn þreyttur á því að Ísland sé reglubundið í alþjóðapressunni fyrir hneykslis- og spillingaruppákomur,“ segir Steingrímur. Steingrímur J. Sigfússonvísir/stefánLilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, fer ekki í neinar grafgötur með það að flokkur hennar hefur átt í vandræðum í aðdraganda kosninga. „Ég held líka að það sem Vinstri græn eru að græða á, ef maður má nefna Vinstri græn og að græða í einni setningu, sé að það er engin forystukrísa hjá þeim. Þau eru búin að vinna sína vinnu vel á síðasta kjörtímabili. Ég held hins vegar að þessar kosningar muni koma okkur á óvart. Það hafa verið erfiðleikar hjá okkur, það er klofningur úr Framsóknarflokknum, en við sjáum að stuðningur við okkur er farinn að aukast og ég spái því að samanlagt fylgi okkar, Framsóknarflokksins og Miðflokksins, eigi eftir að koma á óvart,“ segir Lilja. Hún telur fullvíst að miðja íslenskra stjórnmála sé að styrkjast, en því er Steingrímur reyndar ekki alveg sammála. „En það sem maður tekur eftir þegar maður er að hitta kjósendur er að fólkið í landinu vill að við vinnum vinnuna okkar. Að við klárum fjögurra ára kjörtímabil, náum að halda utan um hlutina, stýrum af festu og ábyrgð og vitum hvað við erum að gera. Það er alveg gríðarleg eftirspurn eftir því,“ segir Lilja. „Ég held að Lilja hitti naglann á höfuðið. Fólk vill að vinnum vinnuna okkar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, frambjóðandi Pírata. Hann segir að við myndun ríkisstjórna þurfi að horfa til fleiri möguleika en meirihlutastjórnar. Helgi Hrafn bendir á að skoðanakannanir sem birtar hafa verið upp á síðkastið hafi sýnt að það sé bara einn kostur á tveggja flokka ríkisstjórn. Það sé samstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Hann veltir fyrir sér hvernig eigi að halda út kjörtímabil í fjögur ár, með annaðhvort mörgum litlum flokkum eða tveimur ólíkum flokkum sem gætu átt erfitt með að halda stöðugleika. „Hvernig ætti að gera það án þess að hún springi af einhverjum ástæðum?“ spyr Helgi Hrafn. „Ég er að spyrja að þessu af því að það er svar við þessu. Stjórnmálamenn verða að hætta frekjupólitíkinni þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum og verða að geta horft á lausnir sem felast ekki í því að geta bolað yfir þingið í ríkisstjórn,“ bætir Helgi Hrafn við. Hann segir Pírata vera reiðubúna til að fara í ríkisstjórn. „En við erum líka alveg opin fyrir því að verja ríkisstjórn falli. Vitaskuld gegn skilyrðum, en það eru leiðir sem við verðum að líta til núna til þess að geta unnið vinnuna okkar. En það krefst þess að stjórnmálamenn líti á þetta sem kerfislægt vandamál sem þurfi að leysa,“ segir hann. Lilja D. Alfreðsdóttirvísir/stefánHvað brennur helst á fólki þegar þið hittið kjósendur í kjördæmunum?„Úti á landi er fólk að horfa á hluti sem varða það mestu, samgöngumálin. Hvað á að gera í vegamálum og svo framvegis. Ríkisstjórnin er með það á bakinu að hafa sýnt á spilin og það olli miklum vonbrigðum,“ segir Steingrímur. Hann segir fólk muna eftir málflutningi flokkanna í aðdraganda alþingiskosninganna, sem voru fyrir einungis ári, og beri saman orðin þá og þær efndir sem hafa orðið. „Við erum með glænýja skýrslu frá Samtökum iðnaðarins í höndunum. Þeir reikna það út að uppsöfnuð viðhaldsþörf í helstu innviðum landsins séu 372 milljarðar. Hvenær ætlum við að fara að borga inn á þennan reikning? Ef við rýnum í ríkisfjármálaáætlunina til fimm ára og fjárlagafrumvarpið þá er það alveg ljóst að það veldur miklum vonbrigðum,“ segir Steingrímur. Lilja tekur undir með Steingrími. „Ég held að þessi skýrsla frá Samtökum iðnaðarins sýni það alveg svart á hvítu að við höfum ekki verið að sinna þessu. Það vantar heildarstefnumótun um það hvernig við ætlum að sinna heildarinnviðum. Ekki bara samgöngum heldur líka heilbrigðisþjónustunni og menntakerfinu,“ segir Lilja.En þarf ekki líka að greiða niður skuldir?Hún telur þverpólitíska sátt um að greiða skuldir ríkissjóðs en það þurfi líka að byggja upp innviðina. Nýta megi bætta stöðu ríkissjóðs eftir stöðugleikaframlögin í þá uppbyggingu. „Það sem vantar í framhaldinu er hvernig við ætlum að fara í endurskipulagningu fjármálakerfisins. Við í Framsóknarflokknum höfum talað um að við viljum hafa einn samfélagsbanka,“ segir Lilja. Þar horfir hún til þýskrar fyrirmyndar sem tæki mið af samfélagslegum viðmiðum úr sínu nærumhverfi og myndi veita öðrum bönkum aðhald. „Ég tel að þegar við förum í þessa endurskipulagningu fjármálakerfisins, þá þurfum við að hafa það að leiðarljósi að hafa bankakerfi sem þjónar fyrirtækjum og heimilum í landinu. Það er alveg ljóst að vaxtastig í landinu er mjög hátt og ég tel að sé hægt að hagræða enn frekar innan bankakerfisins en nú er gert,“ segir Lilja. Hún telur mögulegt að reka slíkan banka í samkeppnisumhverfi. „Það er ekkert vandamál að reka slíkan banka í Þýskalandi og því ætti að vera hægt að gera það hér.“ Helgi Hrafn segir sjálfsagt að skoða hugmyndir um samfélagsbanka. „Vegna þess að bankaumhverfið á Íslandi er ekki mikið samkeppnisumhverfi. Það er mikil fákeppni. Þótt mann langi til að segja að það sé ekki eðlilegt að ríkið sé í bankarekstri eða að ríkið sé í hinum eða þessum rekstri, þá þarf líka að svara þeirri spurningu hvernig á að veita samkeppnisaðhald á þeim markaði sem fyrir er. Ísland hefur alltaf þurft að þola fákeppni og stundum einokun og við þurfum að skoða einhverja leið til að koma til móts við það,“ segir Helgi Hrafn. Til lengri tíma sé ekki hægt að una við það umhverfi sem við erum í núna, með fljótandi krónu, hátt vaxtastig og fákeppni á markaði. Helgi tekur líka fram að það sé stefna Pírata að halda Landsbankanum eftir í ríkisrekstri. „Við áttum samfélagsbankakeðju sem var því miður græðgisvædd og eyðilögð,“ segir Steingrímur. Þar vísar hann í sparisjóðina. „Þeir voru í vissum skilningi samfélagsbankar. Þeir voru sjálfseignarstofnanir og það fór enginn arður út úr byggðarlaginu þar sem þeir störfuðu. Þeir endurráðstöfuðu hagnaðinum ef einhver var út í samfélagið og styrktu ýmis góð mál,“ segir Steingrímur. Hann er hrifinn af því að skoða hugmyndir um banka í slíkri mynd. „Við eigum Landsbankann og hann gleypti hluta af hinu fallna sparisjóðakerfi. Það er kannski nærtækt að horfa til hans. Ég sé fyrir mér að við getum lagt á hann einhverjar skyldur sem þjóðarbanka. Hann verði alfarið í okkar eigu og hafi skyldum að gegna um að veita þjónustu í byggðunum,“ segir Steingrímur. Lilja Alfreðsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám bókaskatts, sem lagt var fram á Alþingi í vor. Meðflutningsmenn að frumvarpinu koma úr öllum stjórnmálaflokkunum á Alþingi. Bækur eru í lægra virðisaukaskattþrepi, sem var hækkað úr 7 prósentum í 11 prósent, í ársbyrjun 2015. Þessi breyting sem var gerð á virðisaukaskattskerfinu, var hún mistök?„Varðandi bækurnar, já. Ég er ekki á því að það eigi bara að vera ein virðisaukaskattstala, eins og sumir eru að stefna að til þess að einfalda kerfið,“ segir Lilja. Hún segir að ekki megi horfa framhjá því að bóksala hafi dregist saman um 31 prósent síðan 2008. „Við erum á einu smæsta málsvæði veraldar. Við erum með stjórnvaldstæki sem er skattkerfið okkar,“ segir Lilja og spyr hvort við ætlum ekkert að beita skattkerfinu okkar þarna. „Við megum ekki horfa framhjá því að stjórnvöld geta gripið inn í svona stöðu og önnur ríki hafa gert það. Norðmenn hafa gert það og Bretar hafa gert það. Það sem hefur gerst er að bókasala og bókaútgáfa hefur aukist í kjölfarið,“ segir Lilja. Lilja segir það mjög skemmtilegt að náðst hafi þverpólitísk sátt um málið. „Ég lít svo á að við séum búin að ganga frá þessu máli, sama hver úrslit kosninganna verða. Eruð þið ekki sammála mér um það strákar?“ „Jú jú, það er nú fínt að menn eru búnir að sjá að sér í þessu,“ segir Steingrímur. Hann segir að hækkun virðisaukaskatts á bækurnar hafi þýtt verulegt tekjutap fyrir útgáfurnar. „Niðurstaðan blasir við að bókaútgáfa er á hraðri niðurleið,“ segir Steingrímur. Það sé jafnvel enn verra að verulega hafi dregið úr útgáfu á námsbókum og barna- og unglingabókum. „Það þýðir ekkert að tuða um að íslensk börn lesi ekki nóg eða að lesskilningur sé takmarkaður, ef það eru ekki einu sinni til bækur til að lesa fyrir þau. Þannig að ég er algjörlega á því að við verðum að grípa til aðgerða þar. Það á að vera liður í stærri áætlun að mínu mati, sem snýr að því að standa vörð um íslenska tungu og við erum allt of sofandi í því að mínu mati,“ bætir Steingrímur við. „Þar kemurðu að lykilatriðinu sem snýr að því að bjarga íslenskri tungu. Hún á í mjög miklum vandræðum,“ segir Helgi Hrafn. Hann telur að þessi vandræði eigi eftir að aukast eftir því sem tækninni vindur fram og það þurfi að taka tillit til þess. „Ég er hjartanlega sammála þeim með bækurnar og íslensk tunga þarf allan þann stuðning sem hún getur fengið. Höfum það í huga að ef við ætlum að láta íslenska tungu fara eftir markaðsaðstæðum þá sigrar enskan. Vegna þessa að það tala meira og minna allir Íslendingar ensku nú þegar og hún er mjög gagnleg til allra hluta. Við þurfum að styðja íslenskuna á öllum sviðum, bæði með því að tryggja að bókaútgáfan sé í lagi og líka að hugað sé að því varðandi tæknimál,“ segir Helgi. Talið berst að Vinstri grænum. Það hefur stundum verið sagt að flokkurinn skiptist í tvo hluta, annan sem er kenndur við þig, Steingrímur, og hagsmuni landsbyggðarinnar, og hinn sem er kenndur við Svandísi Svavarsdóttur og umhverfismálin. Steingrímur segir þetta ekki standast neina skoðun. „Ég leyfi mér að minna á að ég var fyrsti formaður VG, fyrstu fimmtán árin eða svo, og við brutum blað með því að stofna grænan stjórnmálaflokk og þora að nota það nafn. Mörgum fannst það djarft á sínum tíma. Fólk er fljótt að gleyma hvað tímarnir voru gjörólíkir og umhverfismálin áttu á margan hátt erfitt uppdráttar á Íslandi þegar við vorum að verða til. Það kostaði mikla baráttu að koma þeim á þann stað sem þau eru á í dag. En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því þegar aðrir flokkar grænka, að minnsta kosti svona fyrir kosningar. Umhverfismálin eru auðvitað stærsti málaflokkurinn fyrir okkar framtíð, loftslagsmálin, aðgerðir gegn hlýnun jarðar og við höfum mjög skýra og metnaðarfulla stefnu í því, við viljum að Ísland verði kolefnishlutlaust land árið 2040 og við teljum það raunhæft en það þarf miklar aðgerðir til, við þurfum í öllu falli að standa af einurð á bak við Parísarsamkomulagið. Við viljum líka ákveða það að allt miðhálendi Íslands verði þjóðgarður.“Þá hlýtur þú að vera ánægður með starf starfandi umhverfisráðherra?„Jú, Björt má eiga það. Það er ánægjulegt fyrir hana að fá tækifæri til að skrifa undir stækkun friðlands í Þjórsárverum, sem við vorum auðvitað búin að berjast fyrir og koma áfram.“En það voruð ekki þið sem kláruðuð málið, heldur hún.„Já, það er ánægjulegt að hún gerði það. Við gleðjumst öll í hjarta okkar yfir slíku. Ég fagna því að umhverfismálin komist á dagskrá, mér hefur fundist þau aðeins ýtast til hliðar, svo sem skiljanlega þegar jafn brennandi mál sem snúa að samfélagsgerðinni og innviðunum eru fyrirferðarmest. En þó að skoðanakannanir mæli að umhverfismálin skori ekki hátt – mál sem fólk leggur ekki mesta áherslu á, þá er það ekki svo þegar betur er að gáð. Ég hef verið í skólum og víða núna, og unga fólkið er ánægjulega upptekið af umhverfinu, af vistsporinu og af því að breyta lifnaðarháttum sínum í þá átt að það hjálpi móður Jörð,“ segir Steingrímur.En ég verð nú að fá að spyrja, Steingrímur, hvernig samræmist það grænni stefnu VG að hafa komið á fót kolabrennandi stóriðju á Bakka?„Það samræmist henni mjög vel að því leyti til að það tókst að afstýra áformum um að byggja 400.000 tonna álver á Húsavík sem átti að soga upp alla orku í Þingeyjarsýslum og þótt víðar væri leitað, Skjálfandafljót var undir, Jökulvötn í Skagafirði voru undir, Gjástykki var undir og svo framvegis. Okkur tókst að ná fram málamiðlun og samkomulagi við heimamenn um að hætta við þessi áform en í staðinn kæmi þetta meðalstóra iðnaðarver. Já, það losar, það notar kolefni í ferlinu, en góðu fréttirnar eru þær að um leið er verið að framleiða hráefni í sólarorkuver, sólarsellur, þannig að þetta er líka að sumu leyti gott.“Eruð þið ekkert hrædd við sögu kísilmálmvera, eins og núna, með United Silicon?„Jú, enda vona ég svo sannarlega að þetta sýni að þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að standa svona óskaplega illa að hlutunum eins og hefur verið gert þarna í Helguvík.“Hefur það ekki verið ágætlega gert hjá Bjartri framtíð, sem segir að það verði engir fleiri ívilnandi samningar gerðir við mengandi stóriðju?„Jú, jú, ég held að við séum að komast á þann stað.“En af hverju segið þið það ekki þá, þú eða Katrín Jakobsdóttir? Engir fleiri ívilnandi samningar við mengandi stóriðju?„Við vorum nú ekki þarna stödd á þeim tíma.“Ég meina bara núna?„Það er nú í raun og veru skrifað í okkar tillögur þegar þú sérð kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Miðhálendisþjóðgarður girðir fyrir frekari virkjanir og jarðrask á því svæði, setur þessa hluti alla í nýjar skorður, við erum með okkar eigin mjög metnaðarfullar áætlanir um orkuskipti í samgöngum og annað í þeim dúr. Við höfum greitt skýrt atkvæði um það á landsfundi að við teljum að eigi að hætta við áformin um sæstreng. Það á bara að slá það út af borðinu, ekkert daðra við það lengur. Þetta eru allt saman nýir hlutir sem setja umhverfis- og náttúruverndarmálin, virkjanamálin, í alveg nýja stöðu. Þannig að ég held að tími orkufrekrar stóriðju sé liðinn á Íslandi, held að sé komið gott.“Helgi Hrafn Gunnarssonvísir/stefánLilja segir það einnig spila inn í að atvinnulífið hafi tekið miklum breytingum. „Þessi stóraukna ferðaþjónusta og gjaldeyristekjur sem koma með henni. Fólk er að koma hingað til að skoða þetta land okkar. Það auðvitað endurspeglar þau viðhorf sem eru í gangi,“ segir Lilja og bætir við að pólitíkin sem rædd er við eldhúsborðið heima hjá henni, við börnin hennar tvö, séu umhverfismál. Hún segist nýkomin heim af NATO-þingi þar sem skýrsla sem hún vann um efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi verið samþykkt. „Í skýrslunni kemur fram hvað það kostar að gera ekki neitt. Það er skemmst frá því að segja að öll aðildarríki NATO samþykktu þessa skýrslu, nema reyndar Bandaríkin sem eru algjörlega einangruð hvað þennan málaflokk varðar. Þessi skýrsla dregur til dæmis fram að með hækkandi lofthita og náttúruhamförum sem koma í kjölfarið er þetta gríðarlega kostnaðarsamt, við sjáum bara þessa fellibylji og hvirfilbylji sem eru að fara reglulega um Bandaríkin núna. Þetta kostar. Þetta dregur úr landsframleiðslu, Moody‘s segir um heilt prósent. Það þarf líka að gera þetta. Draga fram hvað það kostar að taka ekki á þessum vanda núna og vera ekki að ýta honum inn í framtíðina.“ Helgi segist sammála því að stefna eigi að því að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040. „Svo hafa Píratar það líka á stefnuskránni að rafbílavæða Ísland. Við erum þeirrar skoðunar að framtíðin þurfi að gera ráð fyrir rafmagni og þótt bílaflotinn sé svo sem ekkert mesta ástæða loftslagsbreytinga er svo mikilvægt að innviðirnir geri ráð fyrir þessu og sú þróun haldi áfram. T.d. innstungur sem víðast, þróun rafbíla og -tækja til þess að taka við af olíu. Við þurfum að minnka þessa fíkn í olíu.“Myndirðu vilja beita skattkerfinu í þeim efnum?Helgi segist sannarlega vilja gera það. Lilja segir lykilatriði að setja jákvæða hvata inn í skattkerfið. Steingrímur segir á að hans tíma í fjármálaráðuneytinu hafi slík vinna verið hafin. Aðflutnings- og bifreiðagjöld af rafmagns-, metan- og vetnisbílum hafi verið gerð breytileg eftir því hversu mikið bíllinn losar. „Þannig að við höfum gert heilmikið í því að gera þetta skattaumhverfi grænt. Veikleikinn hefur verið sá að þetta hefur verið framlengt til eins árs í senn svo fólk hefur ekki alveg treyst því fram í tímann.“En ætlaði starfandi fjármálaráðherra ekki að festa þetta í kerfið?„Jú, svo hann fái líka kredit fyrir eitthvað. Hann talaði um að festa þetta í þrjú ár í senn. Þetta er það sem við þurfum að gera, teikna framtíðina með skattalegum hvötum og ívilnunum og eftir atvikum láta svo þau sem menga borga.“Er þetta ekki eitt af þessum málum sem allir flokkar gætu náð saman um og við þyrftum ekki að rífast um? Helgi hlær. „Ef við gætum einhvern tíma haldið út heilt kjörtímabil, þá gætum við það, jú!“ Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2017 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. „Það er enn mjög erfitt að átta sig á því hvernig landslagið verður eftir kosningar. Þess vegna er óvenju vitlaust að vera að fara fram úr sér að mynda einhverja ríkisstjórn fyrir kosningar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn mælast með trausta forystu í skoðanakönnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis og ættu samkvæmt því að vera í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. Steingrímur, sem gegndi stöðu fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í síðustu vinstristjórn, er ekki reiðubúinn til að greina frá því hvaða stöðu hann myndi sækjast eftir að loknum kosningum. „Ég er nú ekkert að velta því fyrir mér. Ég ætla bara að vera með í liðinu og reyna að gera gagn og gera það sem ég verð beðinn um að gera.“Eftir 34 ár á Alþingi, segist Steingrímur þó enn brenna fyrir pólitík. „Þetta eru óvenjulegir tímar og það er bara á margan hátt magnað að fá að vera með í því,“ segir Steingrímur og bætir við að vissulega líti staðan vel út fyrir VG um þessar mundir. „Ég held að við séum að uppskera af mjög góðu starfi. Við erum með frábæran formann sem stendur upp úr, ekki í líkamlegum skilningi heldur pólitískum. Eins og fjall innan um smáhóla í kringum sig þegar kemur að mælingum í íslenskum stjórnmálum. Hún nýtur yfirburðatrausts,“ segir Steingrímur. Hann segir þjóðina kalla á að hún verði næsti forsætisráðherra og hann vonar að það takist. „Ég ætla að leyfa mér að segja það og vera hreinskilinn: Er ekki kominn tími á venjulega, heiðarlega og trausta manneskju, unga þriggja barna móður sem býr í blokkaríbúð í Vesturbænum og fer á hjóli í vinnuna? Einhverja traustustu og heiðarlegustu manneskju sem ég þekki. Það er Katrín Jakobsdóttir. Er ekki komið nóg af hinu, þessum silfurskeiðadrengjum hverra stjórn við höfum verið undir undanfarin ár? Það hefur ekki gengið mjög vel fyrir landið. Ég er í það minnsta orðinn þreyttur á því að Ísland sé reglubundið í alþjóðapressunni fyrir hneykslis- og spillingaruppákomur,“ segir Steingrímur. Steingrímur J. Sigfússonvísir/stefánLilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, fer ekki í neinar grafgötur með það að flokkur hennar hefur átt í vandræðum í aðdraganda kosninga. „Ég held líka að það sem Vinstri græn eru að græða á, ef maður má nefna Vinstri græn og að græða í einni setningu, sé að það er engin forystukrísa hjá þeim. Þau eru búin að vinna sína vinnu vel á síðasta kjörtímabili. Ég held hins vegar að þessar kosningar muni koma okkur á óvart. Það hafa verið erfiðleikar hjá okkur, það er klofningur úr Framsóknarflokknum, en við sjáum að stuðningur við okkur er farinn að aukast og ég spái því að samanlagt fylgi okkar, Framsóknarflokksins og Miðflokksins, eigi eftir að koma á óvart,“ segir Lilja. Hún telur fullvíst að miðja íslenskra stjórnmála sé að styrkjast, en því er Steingrímur reyndar ekki alveg sammála. „En það sem maður tekur eftir þegar maður er að hitta kjósendur er að fólkið í landinu vill að við vinnum vinnuna okkar. Að við klárum fjögurra ára kjörtímabil, náum að halda utan um hlutina, stýrum af festu og ábyrgð og vitum hvað við erum að gera. Það er alveg gríðarleg eftirspurn eftir því,“ segir Lilja. „Ég held að Lilja hitti naglann á höfuðið. Fólk vill að vinnum vinnuna okkar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, frambjóðandi Pírata. Hann segir að við myndun ríkisstjórna þurfi að horfa til fleiri möguleika en meirihlutastjórnar. Helgi Hrafn bendir á að skoðanakannanir sem birtar hafa verið upp á síðkastið hafi sýnt að það sé bara einn kostur á tveggja flokka ríkisstjórn. Það sé samstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Hann veltir fyrir sér hvernig eigi að halda út kjörtímabil í fjögur ár, með annaðhvort mörgum litlum flokkum eða tveimur ólíkum flokkum sem gætu átt erfitt með að halda stöðugleika. „Hvernig ætti að gera það án þess að hún springi af einhverjum ástæðum?“ spyr Helgi Hrafn. „Ég er að spyrja að þessu af því að það er svar við þessu. Stjórnmálamenn verða að hætta frekjupólitíkinni þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum og verða að geta horft á lausnir sem felast ekki í því að geta bolað yfir þingið í ríkisstjórn,“ bætir Helgi Hrafn við. Hann segir Pírata vera reiðubúna til að fara í ríkisstjórn. „En við erum líka alveg opin fyrir því að verja ríkisstjórn falli. Vitaskuld gegn skilyrðum, en það eru leiðir sem við verðum að líta til núna til þess að geta unnið vinnuna okkar. En það krefst þess að stjórnmálamenn líti á þetta sem kerfislægt vandamál sem þurfi að leysa,“ segir hann. Lilja D. Alfreðsdóttirvísir/stefánHvað brennur helst á fólki þegar þið hittið kjósendur í kjördæmunum?„Úti á landi er fólk að horfa á hluti sem varða það mestu, samgöngumálin. Hvað á að gera í vegamálum og svo framvegis. Ríkisstjórnin er með það á bakinu að hafa sýnt á spilin og það olli miklum vonbrigðum,“ segir Steingrímur. Hann segir fólk muna eftir málflutningi flokkanna í aðdraganda alþingiskosninganna, sem voru fyrir einungis ári, og beri saman orðin þá og þær efndir sem hafa orðið. „Við erum með glænýja skýrslu frá Samtökum iðnaðarins í höndunum. Þeir reikna það út að uppsöfnuð viðhaldsþörf í helstu innviðum landsins séu 372 milljarðar. Hvenær ætlum við að fara að borga inn á þennan reikning? Ef við rýnum í ríkisfjármálaáætlunina til fimm ára og fjárlagafrumvarpið þá er það alveg ljóst að það veldur miklum vonbrigðum,“ segir Steingrímur. Lilja tekur undir með Steingrími. „Ég held að þessi skýrsla frá Samtökum iðnaðarins sýni það alveg svart á hvítu að við höfum ekki verið að sinna þessu. Það vantar heildarstefnumótun um það hvernig við ætlum að sinna heildarinnviðum. Ekki bara samgöngum heldur líka heilbrigðisþjónustunni og menntakerfinu,“ segir Lilja.En þarf ekki líka að greiða niður skuldir?Hún telur þverpólitíska sátt um að greiða skuldir ríkissjóðs en það þurfi líka að byggja upp innviðina. Nýta megi bætta stöðu ríkissjóðs eftir stöðugleikaframlögin í þá uppbyggingu. „Það sem vantar í framhaldinu er hvernig við ætlum að fara í endurskipulagningu fjármálakerfisins. Við í Framsóknarflokknum höfum talað um að við viljum hafa einn samfélagsbanka,“ segir Lilja. Þar horfir hún til þýskrar fyrirmyndar sem tæki mið af samfélagslegum viðmiðum úr sínu nærumhverfi og myndi veita öðrum bönkum aðhald. „Ég tel að þegar við förum í þessa endurskipulagningu fjármálakerfisins, þá þurfum við að hafa það að leiðarljósi að hafa bankakerfi sem þjónar fyrirtækjum og heimilum í landinu. Það er alveg ljóst að vaxtastig í landinu er mjög hátt og ég tel að sé hægt að hagræða enn frekar innan bankakerfisins en nú er gert,“ segir Lilja. Hún telur mögulegt að reka slíkan banka í samkeppnisumhverfi. „Það er ekkert vandamál að reka slíkan banka í Þýskalandi og því ætti að vera hægt að gera það hér.“ Helgi Hrafn segir sjálfsagt að skoða hugmyndir um samfélagsbanka. „Vegna þess að bankaumhverfið á Íslandi er ekki mikið samkeppnisumhverfi. Það er mikil fákeppni. Þótt mann langi til að segja að það sé ekki eðlilegt að ríkið sé í bankarekstri eða að ríkið sé í hinum eða þessum rekstri, þá þarf líka að svara þeirri spurningu hvernig á að veita samkeppnisaðhald á þeim markaði sem fyrir er. Ísland hefur alltaf þurft að þola fákeppni og stundum einokun og við þurfum að skoða einhverja leið til að koma til móts við það,“ segir Helgi Hrafn. Til lengri tíma sé ekki hægt að una við það umhverfi sem við erum í núna, með fljótandi krónu, hátt vaxtastig og fákeppni á markaði. Helgi tekur líka fram að það sé stefna Pírata að halda Landsbankanum eftir í ríkisrekstri. „Við áttum samfélagsbankakeðju sem var því miður græðgisvædd og eyðilögð,“ segir Steingrímur. Þar vísar hann í sparisjóðina. „Þeir voru í vissum skilningi samfélagsbankar. Þeir voru sjálfseignarstofnanir og það fór enginn arður út úr byggðarlaginu þar sem þeir störfuðu. Þeir endurráðstöfuðu hagnaðinum ef einhver var út í samfélagið og styrktu ýmis góð mál,“ segir Steingrímur. Hann er hrifinn af því að skoða hugmyndir um banka í slíkri mynd. „Við eigum Landsbankann og hann gleypti hluta af hinu fallna sparisjóðakerfi. Það er kannski nærtækt að horfa til hans. Ég sé fyrir mér að við getum lagt á hann einhverjar skyldur sem þjóðarbanka. Hann verði alfarið í okkar eigu og hafi skyldum að gegna um að veita þjónustu í byggðunum,“ segir Steingrímur. Lilja Alfreðsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám bókaskatts, sem lagt var fram á Alþingi í vor. Meðflutningsmenn að frumvarpinu koma úr öllum stjórnmálaflokkunum á Alþingi. Bækur eru í lægra virðisaukaskattþrepi, sem var hækkað úr 7 prósentum í 11 prósent, í ársbyrjun 2015. Þessi breyting sem var gerð á virðisaukaskattskerfinu, var hún mistök?„Varðandi bækurnar, já. Ég er ekki á því að það eigi bara að vera ein virðisaukaskattstala, eins og sumir eru að stefna að til þess að einfalda kerfið,“ segir Lilja. Hún segir að ekki megi horfa framhjá því að bóksala hafi dregist saman um 31 prósent síðan 2008. „Við erum á einu smæsta málsvæði veraldar. Við erum með stjórnvaldstæki sem er skattkerfið okkar,“ segir Lilja og spyr hvort við ætlum ekkert að beita skattkerfinu okkar þarna. „Við megum ekki horfa framhjá því að stjórnvöld geta gripið inn í svona stöðu og önnur ríki hafa gert það. Norðmenn hafa gert það og Bretar hafa gert það. Það sem hefur gerst er að bókasala og bókaútgáfa hefur aukist í kjölfarið,“ segir Lilja. Lilja segir það mjög skemmtilegt að náðst hafi þverpólitísk sátt um málið. „Ég lít svo á að við séum búin að ganga frá þessu máli, sama hver úrslit kosninganna verða. Eruð þið ekki sammála mér um það strákar?“ „Jú jú, það er nú fínt að menn eru búnir að sjá að sér í þessu,“ segir Steingrímur. Hann segir að hækkun virðisaukaskatts á bækurnar hafi þýtt verulegt tekjutap fyrir útgáfurnar. „Niðurstaðan blasir við að bókaútgáfa er á hraðri niðurleið,“ segir Steingrímur. Það sé jafnvel enn verra að verulega hafi dregið úr útgáfu á námsbókum og barna- og unglingabókum. „Það þýðir ekkert að tuða um að íslensk börn lesi ekki nóg eða að lesskilningur sé takmarkaður, ef það eru ekki einu sinni til bækur til að lesa fyrir þau. Þannig að ég er algjörlega á því að við verðum að grípa til aðgerða þar. Það á að vera liður í stærri áætlun að mínu mati, sem snýr að því að standa vörð um íslenska tungu og við erum allt of sofandi í því að mínu mati,“ bætir Steingrímur við. „Þar kemurðu að lykilatriðinu sem snýr að því að bjarga íslenskri tungu. Hún á í mjög miklum vandræðum,“ segir Helgi Hrafn. Hann telur að þessi vandræði eigi eftir að aukast eftir því sem tækninni vindur fram og það þurfi að taka tillit til þess. „Ég er hjartanlega sammála þeim með bækurnar og íslensk tunga þarf allan þann stuðning sem hún getur fengið. Höfum það í huga að ef við ætlum að láta íslenska tungu fara eftir markaðsaðstæðum þá sigrar enskan. Vegna þessa að það tala meira og minna allir Íslendingar ensku nú þegar og hún er mjög gagnleg til allra hluta. Við þurfum að styðja íslenskuna á öllum sviðum, bæði með því að tryggja að bókaútgáfan sé í lagi og líka að hugað sé að því varðandi tæknimál,“ segir Helgi. Talið berst að Vinstri grænum. Það hefur stundum verið sagt að flokkurinn skiptist í tvo hluta, annan sem er kenndur við þig, Steingrímur, og hagsmuni landsbyggðarinnar, og hinn sem er kenndur við Svandísi Svavarsdóttur og umhverfismálin. Steingrímur segir þetta ekki standast neina skoðun. „Ég leyfi mér að minna á að ég var fyrsti formaður VG, fyrstu fimmtán árin eða svo, og við brutum blað með því að stofna grænan stjórnmálaflokk og þora að nota það nafn. Mörgum fannst það djarft á sínum tíma. Fólk er fljótt að gleyma hvað tímarnir voru gjörólíkir og umhverfismálin áttu á margan hátt erfitt uppdráttar á Íslandi þegar við vorum að verða til. Það kostaði mikla baráttu að koma þeim á þann stað sem þau eru á í dag. En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því þegar aðrir flokkar grænka, að minnsta kosti svona fyrir kosningar. Umhverfismálin eru auðvitað stærsti málaflokkurinn fyrir okkar framtíð, loftslagsmálin, aðgerðir gegn hlýnun jarðar og við höfum mjög skýra og metnaðarfulla stefnu í því, við viljum að Ísland verði kolefnishlutlaust land árið 2040 og við teljum það raunhæft en það þarf miklar aðgerðir til, við þurfum í öllu falli að standa af einurð á bak við Parísarsamkomulagið. Við viljum líka ákveða það að allt miðhálendi Íslands verði þjóðgarður.“Þá hlýtur þú að vera ánægður með starf starfandi umhverfisráðherra?„Jú, Björt má eiga það. Það er ánægjulegt fyrir hana að fá tækifæri til að skrifa undir stækkun friðlands í Þjórsárverum, sem við vorum auðvitað búin að berjast fyrir og koma áfram.“En það voruð ekki þið sem kláruðuð málið, heldur hún.„Já, það er ánægjulegt að hún gerði það. Við gleðjumst öll í hjarta okkar yfir slíku. Ég fagna því að umhverfismálin komist á dagskrá, mér hefur fundist þau aðeins ýtast til hliðar, svo sem skiljanlega þegar jafn brennandi mál sem snúa að samfélagsgerðinni og innviðunum eru fyrirferðarmest. En þó að skoðanakannanir mæli að umhverfismálin skori ekki hátt – mál sem fólk leggur ekki mesta áherslu á, þá er það ekki svo þegar betur er að gáð. Ég hef verið í skólum og víða núna, og unga fólkið er ánægjulega upptekið af umhverfinu, af vistsporinu og af því að breyta lifnaðarháttum sínum í þá átt að það hjálpi móður Jörð,“ segir Steingrímur.En ég verð nú að fá að spyrja, Steingrímur, hvernig samræmist það grænni stefnu VG að hafa komið á fót kolabrennandi stóriðju á Bakka?„Það samræmist henni mjög vel að því leyti til að það tókst að afstýra áformum um að byggja 400.000 tonna álver á Húsavík sem átti að soga upp alla orku í Þingeyjarsýslum og þótt víðar væri leitað, Skjálfandafljót var undir, Jökulvötn í Skagafirði voru undir, Gjástykki var undir og svo framvegis. Okkur tókst að ná fram málamiðlun og samkomulagi við heimamenn um að hætta við þessi áform en í staðinn kæmi þetta meðalstóra iðnaðarver. Já, það losar, það notar kolefni í ferlinu, en góðu fréttirnar eru þær að um leið er verið að framleiða hráefni í sólarorkuver, sólarsellur, þannig að þetta er líka að sumu leyti gott.“Eruð þið ekkert hrædd við sögu kísilmálmvera, eins og núna, með United Silicon?„Jú, enda vona ég svo sannarlega að þetta sýni að þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að standa svona óskaplega illa að hlutunum eins og hefur verið gert þarna í Helguvík.“Hefur það ekki verið ágætlega gert hjá Bjartri framtíð, sem segir að það verði engir fleiri ívilnandi samningar gerðir við mengandi stóriðju?„Jú, jú, ég held að við séum að komast á þann stað.“En af hverju segið þið það ekki þá, þú eða Katrín Jakobsdóttir? Engir fleiri ívilnandi samningar við mengandi stóriðju?„Við vorum nú ekki þarna stödd á þeim tíma.“Ég meina bara núna?„Það er nú í raun og veru skrifað í okkar tillögur þegar þú sérð kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Miðhálendisþjóðgarður girðir fyrir frekari virkjanir og jarðrask á því svæði, setur þessa hluti alla í nýjar skorður, við erum með okkar eigin mjög metnaðarfullar áætlanir um orkuskipti í samgöngum og annað í þeim dúr. Við höfum greitt skýrt atkvæði um það á landsfundi að við teljum að eigi að hætta við áformin um sæstreng. Það á bara að slá það út af borðinu, ekkert daðra við það lengur. Þetta eru allt saman nýir hlutir sem setja umhverfis- og náttúruverndarmálin, virkjanamálin, í alveg nýja stöðu. Þannig að ég held að tími orkufrekrar stóriðju sé liðinn á Íslandi, held að sé komið gott.“Helgi Hrafn Gunnarssonvísir/stefánLilja segir það einnig spila inn í að atvinnulífið hafi tekið miklum breytingum. „Þessi stóraukna ferðaþjónusta og gjaldeyristekjur sem koma með henni. Fólk er að koma hingað til að skoða þetta land okkar. Það auðvitað endurspeglar þau viðhorf sem eru í gangi,“ segir Lilja og bætir við að pólitíkin sem rædd er við eldhúsborðið heima hjá henni, við börnin hennar tvö, séu umhverfismál. Hún segist nýkomin heim af NATO-þingi þar sem skýrsla sem hún vann um efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi verið samþykkt. „Í skýrslunni kemur fram hvað það kostar að gera ekki neitt. Það er skemmst frá því að segja að öll aðildarríki NATO samþykktu þessa skýrslu, nema reyndar Bandaríkin sem eru algjörlega einangruð hvað þennan málaflokk varðar. Þessi skýrsla dregur til dæmis fram að með hækkandi lofthita og náttúruhamförum sem koma í kjölfarið er þetta gríðarlega kostnaðarsamt, við sjáum bara þessa fellibylji og hvirfilbylji sem eru að fara reglulega um Bandaríkin núna. Þetta kostar. Þetta dregur úr landsframleiðslu, Moody‘s segir um heilt prósent. Það þarf líka að gera þetta. Draga fram hvað það kostar að taka ekki á þessum vanda núna og vera ekki að ýta honum inn í framtíðina.“ Helgi segist sammála því að stefna eigi að því að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040. „Svo hafa Píratar það líka á stefnuskránni að rafbílavæða Ísland. Við erum þeirrar skoðunar að framtíðin þurfi að gera ráð fyrir rafmagni og þótt bílaflotinn sé svo sem ekkert mesta ástæða loftslagsbreytinga er svo mikilvægt að innviðirnir geri ráð fyrir þessu og sú þróun haldi áfram. T.d. innstungur sem víðast, þróun rafbíla og -tækja til þess að taka við af olíu. Við þurfum að minnka þessa fíkn í olíu.“Myndirðu vilja beita skattkerfinu í þeim efnum?Helgi segist sannarlega vilja gera það. Lilja segir lykilatriði að setja jákvæða hvata inn í skattkerfið. Steingrímur segir á að hans tíma í fjármálaráðuneytinu hafi slík vinna verið hafin. Aðflutnings- og bifreiðagjöld af rafmagns-, metan- og vetnisbílum hafi verið gerð breytileg eftir því hversu mikið bíllinn losar. „Þannig að við höfum gert heilmikið í því að gera þetta skattaumhverfi grænt. Veikleikinn hefur verið sá að þetta hefur verið framlengt til eins árs í senn svo fólk hefur ekki alveg treyst því fram í tímann.“En ætlaði starfandi fjármálaráðherra ekki að festa þetta í kerfið?„Jú, svo hann fái líka kredit fyrir eitthvað. Hann talaði um að festa þetta í þrjú ár í senn. Þetta er það sem við þurfum að gera, teikna framtíðina með skattalegum hvötum og ívilnunum og eftir atvikum láta svo þau sem menga borga.“Er þetta ekki eitt af þessum málum sem allir flokkar gætu náð saman um og við þyrftum ekki að rífast um? Helgi hlær. „Ef við gætum einhvern tíma haldið út heilt kjörtímabil, þá gætum við það, jú!“
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2017 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent