Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn með góðri samvisku Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. október 2017 22:34 Geir Jón segir að framkoma Sigríðar og Haraldar Johannessen sé einsdæmi í sögunni. Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann. Kosningar 2017 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann.
Kosningar 2017 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira