„Þetta var eins og heimsendir" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2017 19:00 Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára. Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára.
Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24