Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2017 20:49 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures. Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures.
Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34