Erlent

Hollywood bregst við ákvörðun Óskarsakademíunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein.
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár, hvert. Var þetta ákveðið á neyðarfundi stjórnar akademíunnar í dag þar sem meirihluti kaus með þeirri ákvörðun að reka Weinstein



Nokkrar stjörnur hafa tjáð sig opinberlega um þessar fréttir á Twitter.

Þar á meðal Bill Prady, framleiðandi þáttaraðarinnar The Big Bang Theory, sem líkir Weinstein við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann segir muninn á þeim tveimur vera að akademían ákvað að kjósa Weinstein burt, en bandarískir kjósendur völdu Trump í embættið.

Leikkonan Emmy Rossum, úr þáttaröðinni Shameless, lýsti yfir ánægju sinni með þessa ákvörðun á einfaldan hátt:

Leikarinn Josh Gad, sem ljáði snjókarlinum Ólafi úr Disney-myndinni Frozen, spyr einfaldlega hvað eigi að gera við Donald Trump fyrst að búið sé að útkljá málefni Weinsteins opinberlega.

Leikkonan Mia farrow segist vonast til þess að þessi ákvörðun akademíunnar marki endalok hörmulegs tímabils í Hollywood. Sonur hennar, Ronan Farrow, vann umfjöllun um Weinstein-málið í tíu mánuði fyrir tímaritið The New Yorker.

Leikarinn Ron Perlman segist stoltur af ákvörðun akademíunnar, verandi meðlimur í henni sjálfur. Akademían telur í það heila um 8.400 meðlimi.

Leikarinn Rene Auberjonois segir að fyrst að akademían hafi tekið þessa ákvörðun, þá sé kominn tími á að bandaríski þingið geri eitthvað í forseta Bandaríkjanna.

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan bendir á að leikstjórinn Roman Polanski sé enn meðlimur í akademíunni þrátt fyrir að hafa játað kynferðisbrot gegn barni.


Tengdar fréttir

Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi

Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn.

Goðsögn orðin að alræmdum skúrki

Alls hafa 22 konur sakað Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðis­ofbeldi. Kvikmyndaframleiðandinn er moldríkur og var virtur og valdamikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×