Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 06:42 Hermenn taka sér stöðu skammt frá Kirkuk. Vísir/Getty Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum. Mið-Austurlönd Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira