Hvernig búum við að börnum okkar? Guðríður Arnardóttir skrifar 16. október 2017 14:59 Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Íslendingar slá líka öll met í notkun róandi lyfja og svefnlyfja og taka Íslendingar inn fimm sinnum meira af slíkum lyfjum en Danir. Og það er þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en hinum norðurlöndunum. Það er eitthvað að! Það eru einhverjir samfélagslegir þættir sem velda þessum alvarlega vanda sem börn og ungmenni glíma við í dag. Það þarf auðvitað að leita orsakanna en nærtækast er að líta til þeirra aðstæðna sem börnin alast upp við. Nemendur í leikskóla eru í allt of litlum rýmum. Börnin eru einfaldlega of mörg miðað við það rými sem þeim er ætlað. Það er heldur ekkert óalgengt að börn séu í leikskóla á milli 8 og 9 klukkustundir á dag. Yngstu nemendurnir í leikskólanum hafa þannig lengsta viðveru á hverjum degi og lengstan árlegan skólatíma af öllum OECD löndunum. Þetta hafa stjórnendur í leikskólum bent á í mörg ár en nú þegar við horfum á þessar hrópandi staðreyndir er ljóst að aðgerða er þörf. Og skammtímasjónarmið ráða því miður allt of oft för. Fjárfesting í sterku menntakerfi er svo mikill sparnaður til framtíðar. Við þurfum að búa betur að börnunum okkar m.a. draga úr álagi vegna hávaða og stytta skóladaginn. Við þurfum að fækka börnum á hverri leikskóladeild og við eigum að efla stuðningsnet barna og ungmenna í grunn og framhaldsskólum. Efla náms og starfsráðgjöf og ekki síður tryggja félagslegan stuðning og sálfræðiráðgjöf á öllum skólastigum. Baráttan gegn brottfalli úr framhaldsskóla byrjar í leikskólanum. Þar má byrja að skima fyrir nemendum í brottfallshættu á seinni skólastigum. Við þurfum að stytta vinnuvikuna og um leið vinnuviku allra barna og ungmenna. Við þurfum að fjölga samverustundunum heima við, allar rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til meiri framlegðar í vinnu og bætir líðan allra. Og þótt það kosti auðvitað að byggja fleiri leikskólabyggingar, fjölga menntuðum kennurum og fjölga sérfræðingum í stuðningsneti skólanna er það fjárfesting til framtíðar, álag á heilbrigðiskerfið mun til lengri tíma minnka, og sterkari heilbrigðari einstaklingar leggja meira til samfélagsins. Þetta er ekki flókið sko.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Íslendingar slá líka öll met í notkun róandi lyfja og svefnlyfja og taka Íslendingar inn fimm sinnum meira af slíkum lyfjum en Danir. Og það er þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en hinum norðurlöndunum. Það er eitthvað að! Það eru einhverjir samfélagslegir þættir sem velda þessum alvarlega vanda sem börn og ungmenni glíma við í dag. Það þarf auðvitað að leita orsakanna en nærtækast er að líta til þeirra aðstæðna sem börnin alast upp við. Nemendur í leikskóla eru í allt of litlum rýmum. Börnin eru einfaldlega of mörg miðað við það rými sem þeim er ætlað. Það er heldur ekkert óalgengt að börn séu í leikskóla á milli 8 og 9 klukkustundir á dag. Yngstu nemendurnir í leikskólanum hafa þannig lengsta viðveru á hverjum degi og lengstan árlegan skólatíma af öllum OECD löndunum. Þetta hafa stjórnendur í leikskólum bent á í mörg ár en nú þegar við horfum á þessar hrópandi staðreyndir er ljóst að aðgerða er þörf. Og skammtímasjónarmið ráða því miður allt of oft för. Fjárfesting í sterku menntakerfi er svo mikill sparnaður til framtíðar. Við þurfum að búa betur að börnunum okkar m.a. draga úr álagi vegna hávaða og stytta skóladaginn. Við þurfum að fækka börnum á hverri leikskóladeild og við eigum að efla stuðningsnet barna og ungmenna í grunn og framhaldsskólum. Efla náms og starfsráðgjöf og ekki síður tryggja félagslegan stuðning og sálfræðiráðgjöf á öllum skólastigum. Baráttan gegn brottfalli úr framhaldsskóla byrjar í leikskólanum. Þar má byrja að skima fyrir nemendum í brottfallshættu á seinni skólastigum. Við þurfum að stytta vinnuvikuna og um leið vinnuviku allra barna og ungmenna. Við þurfum að fjölga samverustundunum heima við, allar rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til meiri framlegðar í vinnu og bætir líðan allra. Og þótt það kosti auðvitað að byggja fleiri leikskólabyggingar, fjölga menntuðum kennurum og fjölga sérfræðingum í stuðningsneti skólanna er það fjárfesting til framtíðar, álag á heilbrigðiskerfið mun til lengri tíma minnka, og sterkari heilbrigðari einstaklingar leggja meira til samfélagsins. Þetta er ekki flókið sko.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar