Ólína gengur til liðs við Útvarp Sögu: „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2017 08:00 Ólína Þorvarðardóttir snýr aftur í fjölmiðla. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“