Heiðarleg, opin og skilvirk stjórnsýsla Elvar Örn Arason skrifar 18. október 2017 07:00 Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar