Píratar opna fyrir fjárlagatillögur sínar og kynna áherslumál Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 19:30 Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira