Rangfærslur um styttingu vinnutíma á Íslandi Hannes G. Sigurðsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnuvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast til vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfsmanna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskyldu. Árlegar vinnustundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga.Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnustundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjanlegir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnustundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafnvel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnuskyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tímabili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils verslunarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunarmanna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður.Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veruleikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelldum og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki.Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnuvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast til vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfsmanna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskyldu. Árlegar vinnustundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga.Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnustundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjanlegir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnustundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafnvel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnuskyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tímabili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils verslunarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunarmanna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður.Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veruleikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelldum og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki.Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun