Rangfærslur um styttingu vinnutíma á Íslandi Hannes G. Sigurðsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnuvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast til vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfsmanna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskyldu. Árlegar vinnustundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga.Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnustundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjanlegir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnustundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafnvel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnuskyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tímabili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils verslunarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunarmanna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður.Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veruleikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelldum og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki.Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndir og tillögur um styttingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnuvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dagvinnutími verður lengstur 37 stundir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast til vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfsmanna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakklandi undanskyldu. Árlegar vinnustundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga.Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnustundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjanlegir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnustundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafnvel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnuskyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tímabili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils verslunarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunarmanna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður.Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veruleikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelldum og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki.Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar