Innlent

Telur sátt um auðlindákvæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir
Samhljómur er á milli stjórnmálaflokkanna um útfærslu á auðlindaákvæði í stjórnar­skránni. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. Hann sagði að slíkt ákvæði þyrfti að taka tillit til auðlinda almennt.

„Einhver ágreiningur kann að vera til staðar um nákvæmt orðalag en mér sýnist vera hægt að brúa það og ég vil halda því fram að ástæðan fyrir því að slíkt ákvæði er ekki komið í stjórnarskrá sé ágreiningur um önnur ákvæði en það,“ sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×