Lífið

Bróðir Harvey Weinstein sakaður um áreitni

Birgir Olgeirsson skrifar
Bob og Harvey Weinstein.
Bob og Harvey Weinstein. Vísir/Getty

Framleiðandinn Amanda Segel hefur sakað Bob Weinstein, bróður Harvey Weinsteins, um kynferðislega áreitni á meðan þau framleiddu þáttaröðina The Mist fyrir Spike TV. Það var fyrirtækið The Weinstein Company sem var að baki framleiðslunnar á þáttunum en Amanda segir Bob hafa ítrekað reynt við hana og beðið hana um að borða með sér kvöldverð, bara þau tvö.

Hún segir áreitnina hafa hafist sumarið 2016 og hún hafi verið viðvarandi í þrjá mánuði, eða þangað til lögmaðurinn hennar tilkynnti stjórnendum The Weinstein Company að Amanda myndi yfirgefa þáttinn ef Bob myndi ekki láta af þessari hegðun.

„Nei ætti að duga,“ segir Segel við bandaríska tímaritið Variety um málið. „Eftir að hafa fengið nei ættu þeir sem eru að reyna að bjóða manni út að láta þar við sitja. Bob hélt því fram við mig að hann vildi að við yrðum vinir. Hann vildi hins vegar ekki vinskap. Hann vildi meira en það. Ég vona að nei muni duga framvegis.“

Talsmaður Bob Weinsteins sagði í yfirlýsingu sem send var Variety að Bob hafni því að hafa hegðað sér óviðeigandi.

Bob fór einu sinni út að borða með Ms. Segel í Los Angeles í júní árið 2016. Hann hafnar ásökunum um óviðeigandi hegðun á þeirri stund.“

Lögmaður hans heldur því einnig fram að þessi umfjöllun Variety sé uppfull af ósannindum og villandi staðhæfingum.

Þessi ásökun Segel kemur í kjölfar fjöld ásakana kvenna á hendur Harvey WeinsteinBob hefur sjálfur fordæmt hegðun bróður síns og sagst hafa haft enga vitneskju um hegðun hans. 


Tengdar fréttir

Goðsögn orðin að alræmdum skúrki

Alls hafa 22 konur sakað Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðis­ofbeldi. Kvikmyndaframleiðandinn er moldríkur og var virtur og valdamikill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.