Bananalýðveldi Frosti Logason skrifar 19. október 2017 07:00 Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi. Þá eru fréttir sem sagðar voru í vikunni af aðför Sýslumannsins í Reykjavík að frjálsri fjölmiðlun í landinu einnig klæðskerasniðnar að hugtakinu. Aðstæðurnar sem birtust okkur í kvöldfréttatíma mánudagsins voru eins og súrrealísk sena úr skáldsögu Kafka, þar sem skömmustulegir embættismenn létu eins og allt væri eðlilegt við komu þeirra á skrifstofur Stundarinnar. Ritstjóri blaðsins meinaði þeim inngöngu í vinnuaðstöðu blaðamanna, réttilega, en í staðinn varð uppákoman að allsherjar skrípaleik á kaffistofu blaðsins. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlum beri að gæta hagsmuna almennings og að einungis sé hægt að skerða tjáningarfrelsi þeirra ef sú skerðing sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Ekkert í fréttaflutningi Stundarinnar bendir til að blaðamenn hafi farið illa með viðkvæmar upplýsingar eða yfirhöfuð birt eitthvað sem ekki hafi átt brýnt erindi við almenning. Það var nákvæmlega ekkert tilefni til að fallast á lögbannskröfu þrotabús Glitnis. Nú nægir ekki að flagga skrúðmælgi um tjáningarfrelsi og mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum eða þegar stjórnmálamenn eru komnir upp að vegg. Nú þurfa stjórnvöld og dómstólar að taka þessi mál alvarlega. Þangað til það gerist verðum við ekkert annað en bananalýðveldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi. Þá eru fréttir sem sagðar voru í vikunni af aðför Sýslumannsins í Reykjavík að frjálsri fjölmiðlun í landinu einnig klæðskerasniðnar að hugtakinu. Aðstæðurnar sem birtust okkur í kvöldfréttatíma mánudagsins voru eins og súrrealísk sena úr skáldsögu Kafka, þar sem skömmustulegir embættismenn létu eins og allt væri eðlilegt við komu þeirra á skrifstofur Stundarinnar. Ritstjóri blaðsins meinaði þeim inngöngu í vinnuaðstöðu blaðamanna, réttilega, en í staðinn varð uppákoman að allsherjar skrípaleik á kaffistofu blaðsins. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlum beri að gæta hagsmuna almennings og að einungis sé hægt að skerða tjáningarfrelsi þeirra ef sú skerðing sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Ekkert í fréttaflutningi Stundarinnar bendir til að blaðamenn hafi farið illa með viðkvæmar upplýsingar eða yfirhöfuð birt eitthvað sem ekki hafi átt brýnt erindi við almenning. Það var nákvæmlega ekkert tilefni til að fallast á lögbannskröfu þrotabús Glitnis. Nú nægir ekki að flagga skrúðmælgi um tjáningarfrelsi og mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum eða þegar stjórnmálamenn eru komnir upp að vegg. Nú þurfa stjórnvöld og dómstólar að taka þessi mál alvarlega. Þangað til það gerist verðum við ekkert annað en bananalýðveldi.