Ólympíusigurvegari var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni liðsins í sjö ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 10:30 McKayla Maroney vann gull og silfur á Ólympíuleikum í skugga kynferðislegs ofbeldis. vísir/getty Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017 Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira
Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017
Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira