Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 92-70 | Stólarnir of sterkir fyrir Þórsara Hákon Ingi Rafnsson skrifar 19. október 2017 20:45 vísir/eyþór Tindastóll lenti ekki í miklum vandræðum er nágrannar þeirra frá Akureyri komu í heimsókn í Skagafjörðinn. Í fyrsta leikhluta þá skoruðu bæði lið gífurlega mikið og vantaði nokkuð upp á vörnina þar en Tindastólsmenn spiluðu aðeins stöðugri körfubolta og voru þess vegna yfir þá. Í öðrum leikhluta þá tóku Tindastólsmenn tvö áhlaup en Þórsarar gerðu gríðarlega vel til að halda í við Stólana og spiluðu sterka vörn og sókn. Í þriðja leikhluta þá komust Stólar í 13 stiga forskot en Þórsarar gáfu þá heldur betur í. Í seinni hluta 3. leikhluta þá settu bæði liðin vörnina í lás og skoruðu lítið sem ekkert. Fjórði leikhluti byrjaði brösuglega og liðin voru bæði klaufaleg í því sem þau gerðu. En Stólar tóku enn eitt áhlaupið í leiknum og bættu í forustuna. Það leit út fyrir að það væri lítið sem að Þórsarar gætu gert til að svara þessu frá Stólunum og endaði leikurinn 92-70.Afhverju vann Tindastóll? Tindastólsmenn mættu öflugir til leiks og gáfu Þórsurum aldrei neinn slaka. Þórsarar voru hinsvegar að spila mjög tilviljunarkenndan bolta og byrjuðu að taka skrýtnar ákvarðanir.Bestu menn vallarins Sigtryggur Arnar var stigahæstur hjá Stólunum með 20 stig en hann var með 57% skotnýtingu og var öflugur í vörninni líka. Marques Oliver og Sindri voru að leiða Þórsliðið en þeir voru með 21 og 23 stig.Hvað gekk illa? Þórsarar áttu oft erfitt með að stoppa Tindastólsmenn þegar þeir duttu í gang og voru stundum að taka rangar ákvarðanir. Tindastólsmenn áttu erfitt með að stoppa Marques og Davíð þegar þeir duttu í gírinn.Hjalti: Ánægður með spilamennskuna Hjalti Þór Vilhjálmasson, þjálfari Þórs, var að vonum ekkert allt of kátur með að tapa í kvöld. „Þeir tóku tvö áhlaup í fyrri hálfleik og voru 13 stigum yfir og svo í seinni hálfleik komu kaflar þar sem við duttum svo lítið úr sambandi sóknarlega og fórum að skálda svo lítið sjálfir og fórum ekki í gegnum kerfin en við lærum helling af þessu,“ sagði Hjalti sem hefur verið ánægður með spilamennsku liðsins í vetur. „Ég hefði nú viljað vinna Hauka. Við unnum Keflavík og þessi leikur, ég meina þeir taka run og svona en við börðumst og lögðum okkur fram. En annars er ég bara þokkalega sáttur.“ Næsti leikur Þórs er á móti Hetti heima. „Það er bara næsti leikur, við verðum bara að gera okkar besta og láta vaða bara eins og við höfum alltaf gert. Við erum ekkert að spá í því hver andstæðingurinn er við bara látum vaða.“Israel: Erum að reyna að bæta okkur Israel Martin, þjálfari Tindastóls, gat leyft sér að brosa eftir leik. „Allir sigrar eru mikilvægir en við getum enn bætt okkur mikið. Við erum að leggja mjög hart að okkur á æfingum og mér finnst við vera að vaxa sem lið á hverjum degi,“ sagði Martin. „Það geta allir unnið alla í þessari deild og ég ber mikla virðingu fyrir þessu Þórs-liði sem kom hingað í kvöld. Vörnin hefur verið frábær en við þurfum að bæta sóknarleikinn hjá okkur. Tveir sigrar í röð en við höfum ekki verið eins sannfærandi í okkar leik og fólk býst við af okkur. „Ég reyni að hugsa um okkur en ekki hvað fólk er að segja um okkur. Ég er að vinna í þvi að gera liðið betra.“Sigtryggur Arnar: Þórsarar eiga eftir að koma á óvart Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í liði Stólanna í kvöld. „Þetta var fín vörn hjá okkur og við vorum að keyra hraðann bolta eftir sóknarfráköst og í hraðaupphlaupum og það er okkar leikur,“ sagði Sigtryggur en hvað fannst honum um andstæðinginn? „Ég held að þeir eiga eftir að koma nokkrum á óvart og þeir eru búnir að því nú þegar. Þeir eru fullir af sjálfstrausti og ég held að þeir eiga eftir að vinna nokkur lið.“ Dominos-deild karla
Tindastóll lenti ekki í miklum vandræðum er nágrannar þeirra frá Akureyri komu í heimsókn í Skagafjörðinn. Í fyrsta leikhluta þá skoruðu bæði lið gífurlega mikið og vantaði nokkuð upp á vörnina þar en Tindastólsmenn spiluðu aðeins stöðugri körfubolta og voru þess vegna yfir þá. Í öðrum leikhluta þá tóku Tindastólsmenn tvö áhlaup en Þórsarar gerðu gríðarlega vel til að halda í við Stólana og spiluðu sterka vörn og sókn. Í þriðja leikhluta þá komust Stólar í 13 stiga forskot en Þórsarar gáfu þá heldur betur í. Í seinni hluta 3. leikhluta þá settu bæði liðin vörnina í lás og skoruðu lítið sem ekkert. Fjórði leikhluti byrjaði brösuglega og liðin voru bæði klaufaleg í því sem þau gerðu. En Stólar tóku enn eitt áhlaupið í leiknum og bættu í forustuna. Það leit út fyrir að það væri lítið sem að Þórsarar gætu gert til að svara þessu frá Stólunum og endaði leikurinn 92-70.Afhverju vann Tindastóll? Tindastólsmenn mættu öflugir til leiks og gáfu Þórsurum aldrei neinn slaka. Þórsarar voru hinsvegar að spila mjög tilviljunarkenndan bolta og byrjuðu að taka skrýtnar ákvarðanir.Bestu menn vallarins Sigtryggur Arnar var stigahæstur hjá Stólunum með 20 stig en hann var með 57% skotnýtingu og var öflugur í vörninni líka. Marques Oliver og Sindri voru að leiða Þórsliðið en þeir voru með 21 og 23 stig.Hvað gekk illa? Þórsarar áttu oft erfitt með að stoppa Tindastólsmenn þegar þeir duttu í gang og voru stundum að taka rangar ákvarðanir. Tindastólsmenn áttu erfitt með að stoppa Marques og Davíð þegar þeir duttu í gírinn.Hjalti: Ánægður með spilamennskuna Hjalti Þór Vilhjálmasson, þjálfari Þórs, var að vonum ekkert allt of kátur með að tapa í kvöld. „Þeir tóku tvö áhlaup í fyrri hálfleik og voru 13 stigum yfir og svo í seinni hálfleik komu kaflar þar sem við duttum svo lítið úr sambandi sóknarlega og fórum að skálda svo lítið sjálfir og fórum ekki í gegnum kerfin en við lærum helling af þessu,“ sagði Hjalti sem hefur verið ánægður með spilamennsku liðsins í vetur. „Ég hefði nú viljað vinna Hauka. Við unnum Keflavík og þessi leikur, ég meina þeir taka run og svona en við börðumst og lögðum okkur fram. En annars er ég bara þokkalega sáttur.“ Næsti leikur Þórs er á móti Hetti heima. „Það er bara næsti leikur, við verðum bara að gera okkar besta og láta vaða bara eins og við höfum alltaf gert. Við erum ekkert að spá í því hver andstæðingurinn er við bara látum vaða.“Israel: Erum að reyna að bæta okkur Israel Martin, þjálfari Tindastóls, gat leyft sér að brosa eftir leik. „Allir sigrar eru mikilvægir en við getum enn bætt okkur mikið. Við erum að leggja mjög hart að okkur á æfingum og mér finnst við vera að vaxa sem lið á hverjum degi,“ sagði Martin. „Það geta allir unnið alla í þessari deild og ég ber mikla virðingu fyrir þessu Þórs-liði sem kom hingað í kvöld. Vörnin hefur verið frábær en við þurfum að bæta sóknarleikinn hjá okkur. Tveir sigrar í röð en við höfum ekki verið eins sannfærandi í okkar leik og fólk býst við af okkur. „Ég reyni að hugsa um okkur en ekki hvað fólk er að segja um okkur. Ég er að vinna í þvi að gera liðið betra.“Sigtryggur Arnar: Þórsarar eiga eftir að koma á óvart Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í liði Stólanna í kvöld. „Þetta var fín vörn hjá okkur og við vorum að keyra hraðann bolta eftir sóknarfráköst og í hraðaupphlaupum og það er okkar leikur,“ sagði Sigtryggur en hvað fannst honum um andstæðinginn? „Ég held að þeir eiga eftir að koma nokkrum á óvart og þeir eru búnir að því nú þegar. Þeir eru fullir af sjálfstrausti og ég held að þeir eiga eftir að vinna nokkur lið.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti