Handhafar tortímingarinnar Stefán Pálsson skrifar 29. október 2017 10:00 Nýverið tilkynnti Nóbelsnefnd norska stórþingsins að friðarverðlaun Nóbels árið 2017 féllu í skaut ICAN, alþjóðlegra baráttusamtaka gegn kjarnorkuvopnum. Margir hafa orðið til að fagna þessum tíðindum og benda á að með valinu sé nefndin að fylgja stofnskrá verðlaunanna, en mikill misbrestur hefur verið á því í gegnum tíðina. Reglur friðarverðlauna Nóbels segja nefnilega berum orðum að þau skuli veita þeim sem vinna að friði og afvopnun. Á liðnum áratugum hefur nefndin hins vegar farið á svig við þau fyrirmæli, meðal annars með því að verðlauna baráttufólk á sviði mannúðarmála, mannréttindabaráttu og umhverfisverndar – sem allt eru hin ágætustu málefni en falla þó ekki undir flokkinn friðar- og afvopnunarmál. ICAN-samtökin hafa beitt sér fyrir alþjóðlegu banni við kjarnorkuvopnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og varð slíkur sáttmáli að veruleika nú í sumar. Rúmlega fimmtíu ríki hafa þegar undirritað sáttmálann og er vonast til að þeim muni fjölga hratt á næstu misserum. Markmið um útrýmingu kjarnavopna eru hluti af gildandi afvopnunarsamningum og þá sérstaklega NPT-sáttmálanum um bann við frekari útbreiðslu kjarnavopna. Kjarnorkuveldin hafa hins vegar lítið frumkvæði sýnt í þá átt að losa sig við sprengjurnar og því varð niðurstaðan sú að berjast fyrir samþykkt hins nýja sáttmála. Úrtölumenn telja að samningur af þessu tagi hafi ekkert að segja og benda á að frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnavopnum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hafi kjarnaveldunum fjölgað jafnt og þétt. Þann hóp skipa nú auk Bandaríkjamanna: Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Ísrael, Pakistan og síðast Norður-Kórea. Saga kjarnorkuvígvæðingar er hins vegar flóknari en svo að hún stefni bara í eina átt. Áður hefur á þessum vettvangi verið fjallað um kjarnorkuvopnabúr Suður-Afríkustjórnar, sem sjálf tók þá ákvörðun að farga vopnum sínum. Og telja mætti til fjölda ríkja sem hófu vinnu við smíði kjarnorkuvopna en hurfu frá því af ýmsum ástæðum. Tvö þeirra ríkja sem fyrst reyndu að feta í fótspor Bandaríkjahers á kjarnorkusviðinu voru Evrópulönd sem fæstir tengja við hernaðarbrölt og vígbúnaðarkapphlaup. Það voru Sviss og Noregur.Vopn framtíðarinnar? Fáir einstakir atburðir hafa komið meira róti á hugi manna en kjarnorkusprengjan í Hiroshima. Morgunblaðið lagði alla forsíðu sína undir fréttina og kallaði „mestu uppfyndingu vísindanna“. Allir gerðu sér grein fyrir því að kjarnorkuvopn væru annað og meira en bara sérlega kraftmiklar sprengjur, með beislun kjarnorkunnar væri brotið blað og upp væri runninn tími nýrrar tækni sem yrði mannkyninu annaðhvort til blessunar eða tortímingar. Árásirnar á Hiroshima og Nagasaki mörkuðu lok seinni heimsstyrjaldarinnar, en um leið má telja þær einn af upphafspunktum kalda stríðsins. Árásirnar á borgirnar tvær voru í senn hefndaraðgerð í garð Japana og hótun um yfirvofandi gjöreyðingu en jafnframt voru þær ætlaðar sem sýnikennsla fyrir Sovétríkin á hernaðarmætti Bandaríkjanna. Engum kom á óvart að stjórnvöld í Moskvu hæfu þegar í stað vinnu við að smíða sínar eigin kjarnasprengjur, hins vegar bjuggust fáir við að það tækist jafn skjótt og raun bar vitni. Í Sviss fylgdust pólitíkusar og hermálayfirvöld með heimsfréttunum af áhuga. Svisslendingum tókst að standa utan við báðar heimsstyrjaldirnar og rak landið stífa hlutleysisstefnu, en kappkostaði á sama tíma að eiga sem öflugastan her. Þegar fregnir bárust af hinu nýja vopni sperrtu stjórnendur hersins eyrun. Ef framfarir á sviði kjarnorkutækninnar yrðu eins örar og sumir töldu, gæti útbreiðsla kjarnavopna sömuleiðis orðið hröð. Áður en ágústmánuður 1945 var liðinn, hafði herinn sent svissnesku ríkisstjórninni leynileg skilaboð þar sem óskað var eftir því að fá að þróa kjarnasprengjur. Leyfið fékkst í nóvember og þá þegar var hrint af stað áætlun undir stjórn vísindamannsins Pauls Scherrer. Scherrer var kunnasti kjarneðlisfræðingur Svisslendinga og hafði komið til Bandaríkjamanna upplýsingum um stöðu kjarnorkuáætlunar Þjóðverja á stríðsárunum. Hann var einarður hvatamaður þess að Sviss eignaðist kjarnorkuvopn, þótt í dag sé hans fremur minnst fyrir friðsamlegri vísindastörf, einkum fyrir þátt sinn í stofnun rannsóknarstofunnar CERN. Fyrstu árin var kjarnorkuáætlunin þó vart starfrækt nema að nafninu til, þar sem litlir fjármunir fengust til verksins. Innrás Sovétmanna í Ungverjaland árið 1956 og vangaveltur um að Vestur-Þjóðverjar kynnu að koma sér upp slíkum vopnum, urðu þó til að blása lífi í glæðurnar. Á árinu 1957 lét hermálaráðuneytið vinna leyniskýrslu um kosti og galla kjarnorkuvopnaeignar. Í skýrslunni var eindregið hvatt til þess að landið kæmi sér upp slíkum vopnum og árið eftir lýsti svissneska ríkisstjórnin því yfir að þótt hún væri í grundvallaratriðum hlynnt kröfunni um kjarnorkuvopnalausan heim, þá kynni svo að fara að landið neyddist til að eignast sínar sprengjur. Ákvörðunin mæltist misjafnlega fyrir og vakti hörð viðbrögð svissneskra friðarsinna. Í krafti hinnar frjálslegu löggjafar í Sviss um þjóðaratkvæðagreiðslur, knúðu þeir í gegn kosningu um bann við kjarnorkuvopnum árið 1962, en nærri tveir af hverjum þremur kjósendum höfnuðu tillögunni. Svipuð tillaga var felld árið eftir með litlu minni mun. Næstu misserin kepptust Svisslendingar við að afla sér hráefna til kjarnorkuvopnaframleiðslu, þar á meðal auðgaðs úrans frá Belgíska-Kongó. Samningar um kaup á plútóníum frá Norðmönnum gengu hins vegar ekki eftir. Efnunum var safnað saman á öruggum stað, auk þess sem hernaðaryfirvöld tryggðu sér stórt mannlaust landsvæði með tilraunasprengingar í huga. Yfirlýst markmið svissneska hersins var að eignast 250 kjarnasprengjur og að búa yfir flugvélum sem varpað gætu slíkum vopnum á Moskvu.Tortryggnir grannar Þótt Sovétríkin ættu þannig að heita aðalástæða þess að Sviss stefndi að kjarnorkuvopnaeign stóð nágrannalöndunum ekki á sama. Þannig varð tilkynning Svisslendinga árið 1958 til þess að Ítalir ákváðu árið eftir að óska eftir því að bandarísk kjarnorkuvopn yrðu flutt til Ítalíu. Skömmu síðar hófu Ítalir undirbúning að smíði sinna eigin kjarnorkuvopna og stóð sú vinna með hléum til ársins 1975 þegar þeir létu undan bandarískum þrýstingi og lögðu áformin á hilluna. Kostnaðurinn við kjarnorkuáætlun Svisslendinga fór langt fram úr áætlunum, sem kætti lítt aðhaldssama stjórnmálamenn í landinu. Þegar við bættist alvarlegt óhapp í kjarnakljúfi verkefnisins á árinu 1969 var ákveðið að slá það út af borðinu. Síðar sama ár gerðist Sviss aðili að NPT-sáttmálanum í óþökk hermálaráðuneytisins. Þar með var frekari kjarnorkuvopnaþróun Sviss orðin ólögmæt samkvæmt alþjóðalögum. Síðar kom í ljós að herinn hélt lífi í verkefninu á laun, með vitund ríkisstjórnarinnar allt til ársins 1988 þegar því var endanlega slitið. Skiptar skoðanir eru meðal fræðimanna á því hversu langt Svisslendingar áttu í land með að smíða kjarnorkusprengjur þegar árið 1969. Svo virðist sem aðhaldssemi stjórnvalda í fjárveitingum hafi í raun ráðið meiru um útkomuna en tæknilegir þættir. Þá ber öllum saman um að það hafi verið mikið áfall fyrir áætlunina þegar plútóníum-viðskiptin við Norðmenn fóru út um þúfur.Þunga vatnið og sprengjan Norðmenn voru raunar áhrifavaldar varðandi kjarnorkuáform ýmissa ríkja, ekki hvað síst sem mikilvægustu framleiðendur þungs vatns, sem er nauðsynlegt við framleiðslu kjarnavopna. Þannig voru það Norðmenn sem seldu Ísraelsstjórn þunga vatnið sem að lokum var notað til kjarnorkusprengjugerðar. Rúmenar voru einnig í hópi viðskiptavina Norðmanna á þessu sviði. Ceausescu-stjórnin í Búkarest var lengi utanveltu í hópi kommúnistastjórna Austur-Evrópu. Á níunda áratugnum hóf hún sína eigin kjarnorkuvopnaáætlun, raunar á sama tíma og Rúmenía gagnrýndi hástöfum risaveldin tvö fyrir vopnakapphlaup sitt. Flett var ofan af þessum áformum eftir stjórnarskiptin í landinu í árslok 1989, en þá kom jafnframt í ljós að hluti af þunga vatninu frá Noregi hafði verið áframseldur til Indverja. Sjálfir höfðu Norðmenn tekið snemma við sér á kjarnorkusviðinu. Þegar árið 1946 vöktu kjarneðlisfræðingar í landinu athygli ríkisstjórnarinnar og hersins á framtíðarmöguleikum kjarnorku í hernaði, en nokkrir norskir eðlisfræðingar höfðu unnið að þróun kjarnorkuvopna fyrir bresku stjórnina í stríðinu. Herseta Þjóðverja á stríðsárunum var landsmönnum í fersku minni og með því að eignast kjarnorkusprengjur töldu sumir að unnt væri að koma í veg fyrir innrásir miklu öflugri og fjölmennari nágrannaríkja. Áhugi hersins var vakinn og sendi norska ríkisstjórnin eðlisfræðinga til Bandaríkjanna í því skyni að afla upplýsinga um gerð þessara vopna. Vestanhafs fengu fulltrúarnir kurteislegar móttökur, enda Noregur skilgreindur sem vinaland Bandaríkjanna, en þess var þó rækilega gætt að þeir fengju ekki aðgang að neinum mikilvægum gögnum. Vegna náttúruauðlinda sinna voru Norðmenn sérlega áhugasamir um kjarnorkutæknina. Fyrsti kjarnakljúfurinn í tilraunaskyni var reistur í landinu þegar árið 1951, en fyrir þann tíma bjuggu einungis Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Bretar og Frakkar yfir slíkri tækni. Því var ekki að undra þótt bandaríska leyniþjónustan fylgdist grannt með fyrirætlunum Norðmanna. Stjórnvöld í Washington voru lítt hrifin af því að önnur ríki döðruðu við kjarnorkuvopnin og reyndu talsvert að þrýsta á félaga sína í Ósló um að láta af slíku. Ýmsir innan norsku stjórnarinnar vildu ekki reita Bandaríkjamenn til reiði, en hermálaráðherrann Jens Christian Hauge barðist á móti og vildi ekki útiloka hernaðarleg not Noregs af kjarnorkutækninni. Með stofnun NATO og inngöngu Noregs árið 1949 var öllum slíkum hugmyndum þó varpað fyrir róða. Noregur missti því af þeim vafasama heiðri að verða fámennasta kjarnorkuveldið. Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Nýverið tilkynnti Nóbelsnefnd norska stórþingsins að friðarverðlaun Nóbels árið 2017 féllu í skaut ICAN, alþjóðlegra baráttusamtaka gegn kjarnorkuvopnum. Margir hafa orðið til að fagna þessum tíðindum og benda á að með valinu sé nefndin að fylgja stofnskrá verðlaunanna, en mikill misbrestur hefur verið á því í gegnum tíðina. Reglur friðarverðlauna Nóbels segja nefnilega berum orðum að þau skuli veita þeim sem vinna að friði og afvopnun. Á liðnum áratugum hefur nefndin hins vegar farið á svig við þau fyrirmæli, meðal annars með því að verðlauna baráttufólk á sviði mannúðarmála, mannréttindabaráttu og umhverfisverndar – sem allt eru hin ágætustu málefni en falla þó ekki undir flokkinn friðar- og afvopnunarmál. ICAN-samtökin hafa beitt sér fyrir alþjóðlegu banni við kjarnorkuvopnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og varð slíkur sáttmáli að veruleika nú í sumar. Rúmlega fimmtíu ríki hafa þegar undirritað sáttmálann og er vonast til að þeim muni fjölga hratt á næstu misserum. Markmið um útrýmingu kjarnavopna eru hluti af gildandi afvopnunarsamningum og þá sérstaklega NPT-sáttmálanum um bann við frekari útbreiðslu kjarnavopna. Kjarnorkuveldin hafa hins vegar lítið frumkvæði sýnt í þá átt að losa sig við sprengjurnar og því varð niðurstaðan sú að berjast fyrir samþykkt hins nýja sáttmála. Úrtölumenn telja að samningur af þessu tagi hafi ekkert að segja og benda á að frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnavopnum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hafi kjarnaveldunum fjölgað jafnt og þétt. Þann hóp skipa nú auk Bandaríkjamanna: Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Ísrael, Pakistan og síðast Norður-Kórea. Saga kjarnorkuvígvæðingar er hins vegar flóknari en svo að hún stefni bara í eina átt. Áður hefur á þessum vettvangi verið fjallað um kjarnorkuvopnabúr Suður-Afríkustjórnar, sem sjálf tók þá ákvörðun að farga vopnum sínum. Og telja mætti til fjölda ríkja sem hófu vinnu við smíði kjarnorkuvopna en hurfu frá því af ýmsum ástæðum. Tvö þeirra ríkja sem fyrst reyndu að feta í fótspor Bandaríkjahers á kjarnorkusviðinu voru Evrópulönd sem fæstir tengja við hernaðarbrölt og vígbúnaðarkapphlaup. Það voru Sviss og Noregur.Vopn framtíðarinnar? Fáir einstakir atburðir hafa komið meira róti á hugi manna en kjarnorkusprengjan í Hiroshima. Morgunblaðið lagði alla forsíðu sína undir fréttina og kallaði „mestu uppfyndingu vísindanna“. Allir gerðu sér grein fyrir því að kjarnorkuvopn væru annað og meira en bara sérlega kraftmiklar sprengjur, með beislun kjarnorkunnar væri brotið blað og upp væri runninn tími nýrrar tækni sem yrði mannkyninu annaðhvort til blessunar eða tortímingar. Árásirnar á Hiroshima og Nagasaki mörkuðu lok seinni heimsstyrjaldarinnar, en um leið má telja þær einn af upphafspunktum kalda stríðsins. Árásirnar á borgirnar tvær voru í senn hefndaraðgerð í garð Japana og hótun um yfirvofandi gjöreyðingu en jafnframt voru þær ætlaðar sem sýnikennsla fyrir Sovétríkin á hernaðarmætti Bandaríkjanna. Engum kom á óvart að stjórnvöld í Moskvu hæfu þegar í stað vinnu við að smíða sínar eigin kjarnasprengjur, hins vegar bjuggust fáir við að það tækist jafn skjótt og raun bar vitni. Í Sviss fylgdust pólitíkusar og hermálayfirvöld með heimsfréttunum af áhuga. Svisslendingum tókst að standa utan við báðar heimsstyrjaldirnar og rak landið stífa hlutleysisstefnu, en kappkostaði á sama tíma að eiga sem öflugastan her. Þegar fregnir bárust af hinu nýja vopni sperrtu stjórnendur hersins eyrun. Ef framfarir á sviði kjarnorkutækninnar yrðu eins örar og sumir töldu, gæti útbreiðsla kjarnavopna sömuleiðis orðið hröð. Áður en ágústmánuður 1945 var liðinn, hafði herinn sent svissnesku ríkisstjórninni leynileg skilaboð þar sem óskað var eftir því að fá að þróa kjarnasprengjur. Leyfið fékkst í nóvember og þá þegar var hrint af stað áætlun undir stjórn vísindamannsins Pauls Scherrer. Scherrer var kunnasti kjarneðlisfræðingur Svisslendinga og hafði komið til Bandaríkjamanna upplýsingum um stöðu kjarnorkuáætlunar Þjóðverja á stríðsárunum. Hann var einarður hvatamaður þess að Sviss eignaðist kjarnorkuvopn, þótt í dag sé hans fremur minnst fyrir friðsamlegri vísindastörf, einkum fyrir þátt sinn í stofnun rannsóknarstofunnar CERN. Fyrstu árin var kjarnorkuáætlunin þó vart starfrækt nema að nafninu til, þar sem litlir fjármunir fengust til verksins. Innrás Sovétmanna í Ungverjaland árið 1956 og vangaveltur um að Vestur-Þjóðverjar kynnu að koma sér upp slíkum vopnum, urðu þó til að blása lífi í glæðurnar. Á árinu 1957 lét hermálaráðuneytið vinna leyniskýrslu um kosti og galla kjarnorkuvopnaeignar. Í skýrslunni var eindregið hvatt til þess að landið kæmi sér upp slíkum vopnum og árið eftir lýsti svissneska ríkisstjórnin því yfir að þótt hún væri í grundvallaratriðum hlynnt kröfunni um kjarnorkuvopnalausan heim, þá kynni svo að fara að landið neyddist til að eignast sínar sprengjur. Ákvörðunin mæltist misjafnlega fyrir og vakti hörð viðbrögð svissneskra friðarsinna. Í krafti hinnar frjálslegu löggjafar í Sviss um þjóðaratkvæðagreiðslur, knúðu þeir í gegn kosningu um bann við kjarnorkuvopnum árið 1962, en nærri tveir af hverjum þremur kjósendum höfnuðu tillögunni. Svipuð tillaga var felld árið eftir með litlu minni mun. Næstu misserin kepptust Svisslendingar við að afla sér hráefna til kjarnorkuvopnaframleiðslu, þar á meðal auðgaðs úrans frá Belgíska-Kongó. Samningar um kaup á plútóníum frá Norðmönnum gengu hins vegar ekki eftir. Efnunum var safnað saman á öruggum stað, auk þess sem hernaðaryfirvöld tryggðu sér stórt mannlaust landsvæði með tilraunasprengingar í huga. Yfirlýst markmið svissneska hersins var að eignast 250 kjarnasprengjur og að búa yfir flugvélum sem varpað gætu slíkum vopnum á Moskvu.Tortryggnir grannar Þótt Sovétríkin ættu þannig að heita aðalástæða þess að Sviss stefndi að kjarnorkuvopnaeign stóð nágrannalöndunum ekki á sama. Þannig varð tilkynning Svisslendinga árið 1958 til þess að Ítalir ákváðu árið eftir að óska eftir því að bandarísk kjarnorkuvopn yrðu flutt til Ítalíu. Skömmu síðar hófu Ítalir undirbúning að smíði sinna eigin kjarnorkuvopna og stóð sú vinna með hléum til ársins 1975 þegar þeir létu undan bandarískum þrýstingi og lögðu áformin á hilluna. Kostnaðurinn við kjarnorkuáætlun Svisslendinga fór langt fram úr áætlunum, sem kætti lítt aðhaldssama stjórnmálamenn í landinu. Þegar við bættist alvarlegt óhapp í kjarnakljúfi verkefnisins á árinu 1969 var ákveðið að slá það út af borðinu. Síðar sama ár gerðist Sviss aðili að NPT-sáttmálanum í óþökk hermálaráðuneytisins. Þar með var frekari kjarnorkuvopnaþróun Sviss orðin ólögmæt samkvæmt alþjóðalögum. Síðar kom í ljós að herinn hélt lífi í verkefninu á laun, með vitund ríkisstjórnarinnar allt til ársins 1988 þegar því var endanlega slitið. Skiptar skoðanir eru meðal fræðimanna á því hversu langt Svisslendingar áttu í land með að smíða kjarnorkusprengjur þegar árið 1969. Svo virðist sem aðhaldssemi stjórnvalda í fjárveitingum hafi í raun ráðið meiru um útkomuna en tæknilegir þættir. Þá ber öllum saman um að það hafi verið mikið áfall fyrir áætlunina þegar plútóníum-viðskiptin við Norðmenn fóru út um þúfur.Þunga vatnið og sprengjan Norðmenn voru raunar áhrifavaldar varðandi kjarnorkuáform ýmissa ríkja, ekki hvað síst sem mikilvægustu framleiðendur þungs vatns, sem er nauðsynlegt við framleiðslu kjarnavopna. Þannig voru það Norðmenn sem seldu Ísraelsstjórn þunga vatnið sem að lokum var notað til kjarnorkusprengjugerðar. Rúmenar voru einnig í hópi viðskiptavina Norðmanna á þessu sviði. Ceausescu-stjórnin í Búkarest var lengi utanveltu í hópi kommúnistastjórna Austur-Evrópu. Á níunda áratugnum hóf hún sína eigin kjarnorkuvopnaáætlun, raunar á sama tíma og Rúmenía gagnrýndi hástöfum risaveldin tvö fyrir vopnakapphlaup sitt. Flett var ofan af þessum áformum eftir stjórnarskiptin í landinu í árslok 1989, en þá kom jafnframt í ljós að hluti af þunga vatninu frá Noregi hafði verið áframseldur til Indverja. Sjálfir höfðu Norðmenn tekið snemma við sér á kjarnorkusviðinu. Þegar árið 1946 vöktu kjarneðlisfræðingar í landinu athygli ríkisstjórnarinnar og hersins á framtíðarmöguleikum kjarnorku í hernaði, en nokkrir norskir eðlisfræðingar höfðu unnið að þróun kjarnorkuvopna fyrir bresku stjórnina í stríðinu. Herseta Þjóðverja á stríðsárunum var landsmönnum í fersku minni og með því að eignast kjarnorkusprengjur töldu sumir að unnt væri að koma í veg fyrir innrásir miklu öflugri og fjölmennari nágrannaríkja. Áhugi hersins var vakinn og sendi norska ríkisstjórnin eðlisfræðinga til Bandaríkjanna í því skyni að afla upplýsinga um gerð þessara vopna. Vestanhafs fengu fulltrúarnir kurteislegar móttökur, enda Noregur skilgreindur sem vinaland Bandaríkjanna, en þess var þó rækilega gætt að þeir fengju ekki aðgang að neinum mikilvægum gögnum. Vegna náttúruauðlinda sinna voru Norðmenn sérlega áhugasamir um kjarnorkutæknina. Fyrsti kjarnakljúfurinn í tilraunaskyni var reistur í landinu þegar árið 1951, en fyrir þann tíma bjuggu einungis Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Bretar og Frakkar yfir slíkri tækni. Því var ekki að undra þótt bandaríska leyniþjónustan fylgdist grannt með fyrirætlunum Norðmanna. Stjórnvöld í Washington voru lítt hrifin af því að önnur ríki döðruðu við kjarnorkuvopnin og reyndu talsvert að þrýsta á félaga sína í Ósló um að láta af slíku. Ýmsir innan norsku stjórnarinnar vildu ekki reita Bandaríkjamenn til reiði, en hermálaráðherrann Jens Christian Hauge barðist á móti og vildi ekki útiloka hernaðarleg not Noregs af kjarnorkutækninni. Með stofnun NATO og inngöngu Noregs árið 1949 var öllum slíkum hugmyndum þó varpað fyrir róða. Noregur missti því af þeim vafasama heiðri að verða fámennasta kjarnorkuveldið.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira