Sport

Vandræðagangur á meisturunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady fékk að kenna á því hjá varnarmönnum Panthers í gær.
Brady fékk að kenna á því hjá varnarmönnum Panthers í gær. vísir/getty
Tom Brady og félagar í New England Patriots hafa ekki byrjað titilvörn sína í NFL-deildinni vel og í gær tapaði liðið á heimavelli.

Að þessu sinni mátti liðið sætta sig við tap, 30-33, gegn Carolina Panthers. Patriots var að elta allan leikinn, kom til baka en Carolina náði að klára dæmið með vallarmarki er leiktíminn rann út. Patriots er aðeins 2-2 í vetur en Carolina 3-1.

Kansas City er eina liðið með fullkominn árangur í deildinni en liðið spilar í nótt.

Fjögur lið hafa ekki enn náð að vinna leik eftir fjóra leiki en það eru Cleveland Browns, LA Chagers, NY Giants og San Francisco 49ers.

Úrslit:

Miami-New Orleans  0-20

Houston-Tennessee  57-14

NY Jets-Jacksonville  23-20

New England-Carolina  30-33

Minnesota-Detroit  7-14

Atlanta-Buffalo  17-23

Baltimore-Pittsburgh  9-26

Cleveland-Cincinnati  7-31

Dallas-LA Rams  30-35

LA Chargers-Philadelphia  24-26

Tampa Bay-NY Giants  25-23

Arizona-San Francisco  18-15

Denver-Oakland  16-10

Seattle-Indianapolis  46-18

Í nótt:

Kansas City-Washington

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×