Innlent

Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þorvaldur Þorvaldsson er formaður Alþýðufylkingarinnar.
Þorvaldur Þorvaldsson er formaður Alþýðufylkingarinnar. Vísir/Ernir
Alþýðufylkingin mun bjóða fram í fjórum kjördæmum í komandi þingkosningum þann 28. Október. Kjördæmin sem um ræðir eru Reykjavíkurkjördæmi norður og suður, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.

„Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir flokk, sem hefur ekki launaða starfsmenn, að koma saman framboðslistum þegar fyrirvarinn er jafn stuttur og nú,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Þá munu framboðslistarnir verða kunngerðir á næstu dögum.

Í síðustu þingkosningum bauð Alþýðufylkingin fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi og hlaut 575 atkvæði eða 0,3 prósent greiddra atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×