Sport

Faldi sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marshawn Lynch fór að dansa á hliðarlínunni fyrr á tímabilnu.
Marshawn Lynch fór að dansa á hliðarlínunni fyrr á tímabilnu. Vísir/Getty
Marshawn Lynch, hlaupari Oakland Raiders í NFL-deildinni, er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir.

Ein af hefðum Marshawn Lynch fyrir leiki er að sitja á meðan bandarísku þjóðsöngurinn er spilaður.

Það þótti ekki mikið við hæfi um helgina þar sem NFL-liðin lögðu þá mikla áherslu á það að allir leikmenn liðanna myndu standa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður.

Viku áður höfðu margir farið niður á hné í þjóðsöngnum til að mótmæla stöðu blökkumanna í bandarísku þjóðfélagi.

Marshawn Lynch var hinsvegar ekki haggað. Hann ætlaði að sitja eins og vanalega og því urðu forráðamenn Oakland Raiders að gera eitthvað.

Lausnin var að stafla starfsmönnum Oakland Raiders í kringum Marshawn Lynch og fela hann fyrir áhorfendum og sjónvarpsmyndavélunum.

Eina leiðin til að koma auga á Marshawn Lynch var í gegnum loftmyndavélina eins o sést hér fyrir neðan.



Marshawn Lynch er reyndar mjög lítill aðdáandi Donald Trump Bandaríkjaforseta eins og sést á því hvernig hann klæddi sig í gær.



Lynch mætti á leikinn í bol sem á stóð „Everybody vs Trump“ eða „Trump á móti öllum“ sem er afar táknræn yfirlýsing frá þessari óútreiknanlegur NFL-stjörnu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×