Innlent

Lilja Rafney leiðir VG í NV-kjördæmi

Kjartan Kjartansson skrifar
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur setið á þingi fyrir VG frá árinu 2009.
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur setið á þingi fyrir VG frá árinu 2009. Vísir/Vilhelm
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona, leiðir lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum sem fara fram 28. október. Kjördæmisráð flokksins samþykkti framboðslista í kvöld.

Kjördæmaráðið í Norðvesturkjördæmi fundaði í Hótel Bjarkalundi í kvöld og samþykkti lista sem kjörnefnd lagði til, að því er segir í tilkynningu frá Vinstri grænum.

Í öðru sæti er Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og forstöðumaður úr Skagafirði, og í því þriðja er Rúnar Gíslason, háskólanemi úr Borgarnesi.

Listinn er eftirfarandi:

1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri. 

2. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og forstöðumaður, Skagafirði. 

3. Rúnar Gíslason, háskólanemi, Borgarnesi. 

4. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og yfirnáttúrubarn, Hólmavík. 

5. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi á Ytra-hóli og kennari, Skagabyggð. 

6. Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, Stykkishólmi. 

7. Reynir Eyvindsson, verkfræðingur, Akranesi. 

8. Þröstur Þór Ólafsson, framhaldsskólakennari, Akranesi. 

9. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði. 

10. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari, Reykholtsdal, Borgarbyggð. 

11. Bjarki Hjörleifsson, athafnamaður, Stykkishólmi. 

12. Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi. 

13. Matthías Sævar Lýðsson, bóndi á Húsavík, Strandabyggð.

14. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Stykkishólmi.

15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bolungarvík. 

16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Mýrum í Borgarbyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×