Innlent

Oddný leiðir í Suðurkjördæmi

Kjartan Kjartansson skrifar
Oddný hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar og var fjármálaráðherra í stjórn flokksins með VG.
Oddný hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar og var fjármálaráðherra í stjórn flokksins með VG. Vísir/Stefán
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október var samþykktur á kjördæmaþingi í Reykjanesbæ í kvöld. Oddný G. Harðardóttir, þingkona og fyrrverandi ráðherra flokksins, leiðir listann.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að listinn hafi verið samþykktur samhljóða. Í næstu sætum á listanum eru Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur úr Hveragerði og Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðjafi úr Árborg.

Listinn er eftirfarandi:

1. Oddný Guðbjörg Harðardóttir, alþingismaður

2. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur

3. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi

4. Marinó Örn Ólafsson, háskólanemi

5. Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur

6. Miralem Haseta, húsvörður í Nýheimum

7. Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur

8. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri

9. Borghildur Kristinsdóttir, bóndi

10. Ástþór Jón Tryggvason, nemi og þjálfari

11. Jórunn Guðmundsdóttir, öldungaráði Suðurnesja

12.Valgerður Jennýjardóttir, leiðbeinandi í leiksskóla

13. Ólafur H. Ólafsson, háskólanemi

14. Simon Cramer Larsen, framhaldsskólakennari

15. Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur

16. Ingimundur Bergmann, vélfræðingur

17. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins

18. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK

19. Karl Steinar Guðnason, fyrrverandi alþingismaður

20. Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×