Doktor segir fylgið geta færst mikið til á milli flokka Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 12:45 Það styttist í kosningar. Vísir/Vilhelm Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30