Enginn vill tilnefna fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd búvara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2017 06:00 Forystumenn launþega og neytenda hafa ekki áhuga á að eiga fulltrúa í verðlagsnefnd Búvara. mynd/lárus karl ingason Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29