Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 22:30 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira