Innlent

Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson saman á þinginu þegar þeir voru báðir enn í Framsóknarflokknum. Nú eru þeir báðir hættir í flokknum og stefna á framboð undir merkjum Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson saman á þinginu þegar þeir voru báðir enn í Framsóknarflokknum. Nú eru þeir báðir hættir í flokknum og stefna á framboð undir merkjum Miðflokksins. Vísir/GVA
Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, er sagður ætla að bjóða sig fram fyrir Miðflokk fyrrum samstarfsmanns síns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Vísir efur áður greint frá því að Gunnar hafi ætlað að ganga til liðs við hinn nýja flokk. Sagðist hann ætla að aðstoða Sigmund í kosningabaráttunni en að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um framboð fyrir flokkinn. Morgunblaðið fullyrðir svo í dag að hann ætli að fara fram fyrir Miðflokkinn en treystir sér þó ekki að segja í hvaða kjördæmi.

Sjá einnig: Gunnar Bragi segir sig úr Framsóknarflokknum

Líklegt verður þó að teljast að hann muni leiða lista þess kjördæmis, enda með reynslu af oddvitasætinu eftir framboð fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Eftir að honum barst óvænt móframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni í september, sem sagt er runnið undan rifjum kaupfélagsins í Skagafirði, ákvað Gunnar þó að segja skilið við Framsókn - með mikilli sorg en sáttur með framlag sitt.



Hér að neðan má sjá þegar Gunnar tilkynnti um inngöngu sína í miðflokkinn.



Tengdar fréttir

Gunnar Bragi ætlar að aðstoða Sigmund Davíð í kosningabaráttunni

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra ætlar að ganga til liðs við nýjan flokk Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi hefur þó ekki tekið ákvörðun um það hvort hann verði sjálfur í framboði fyrir flokkinn í alþingiskosningunum í október.

Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×