Divinity Original Sin 2: Krúnudjásn hlutverkaleikja af gamla skólanum Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2017 08:45 Larian Studios Divinity Original Sin 2 er krúnudjásn hlutverkaleikja af gamla skólanum. Svo einfalt er það. Þar er einfaldleikinn þó eiginlega búinn. Hann er erfiður og krefjandi og manni er refsað herfilega fyrir flest mistök. Þá þurfa spilarar að vera tilbúnir til að verja þó nokkrum tíma í að bæði læra á leikinn og spila hann. Það er hins vegar þess virði og ég tala nú ekki um þegar maður er að spila í gegnum leikinn með öðrum, sem er einkar skemmtilegt. Allt getur einhvern veginn gerst og söguheimurinn Rivellion er stórkostlega vel gerður og ítarlegur. Einnig er hægt að berjast gegn öðrum spilurum á netinu. Án þess að skemma eitthvað, þá eru mjög langur tími liðinn frá fyrri leiknum og guðirnir hafa yfirgefið söguheiminn, vond skrýmsli herja á allt og alla og samansafn af hetjum þarf að koma honum til bjargar. Það er þó aðeins flóknara en það og jafnvel töluvert.Það er mjög auðvelt að gera upp á bak í DOS2 og það borgar sig líklega að vera með tvö save í gangi. Það virðist endalaust margar leiðir til að leysa öll verkefni og þar að auki hjálpar leikurinn manni oft á tíðum lítið sem ekkert. Þar er netið besti vinur spilara en þó er auðvitað skemmtilegast að ráða úr verkefnum sjálfur. Frelsi DOS2 kemur fyrst í ljós þegar spilarar velja sér persónu til að spila. Þar er hægt að spila fimm tegundir sem eru menn, álfar, dvergar, eðlufólk (ekki það sem stjórnar heiminum á bak við tjöldin) og jafnvel ódauðar persónur. Ég á þó eftir að prófa það, en miðað við það sem ég hef lesið og séð er það mjög áhugavert. Það er hægt búa til nýjar persónur eða velja aðrar sem eru þegar til. Þær munu svo vera í föruneyti spilara. Seinna meir er þó mögulegt að breyta öllum persónunum upp á nýtt og leika sér með hæfileika og classa. Það borgar sig að fikta.Larian StudiosFiktið borgar sig mest þegar kemur að bardögum, sem eru „turn based“. Eldur og eitur myndar stórar sprengingar. Vatn og eldingar eru frábær blanda og koll af kolli. Það er endalaust hægt að leika sér. Maður þarf þó að passa sig þar sem ákvarðanir geta haft afleiðingar. Allar persónur leiksins virðast geta dáið, sama þó þær séu lykilaðilar í mikilvægum verkefnum. Leikurinn er vel skrifaður og handritshöfundar Larian Studios eru góðir í því að leika sér með tilfinningar spilara. Hann lítur vel út og borðin eru ítarleg og skemmtilega vel hönnuð.Larian StudiosÞá eru helstu persónur leiksins djúpar og áhrifamiklar. Meðlimir föruneytis DOS2 hafa allar sín eigin verkefni sem þau vilja leysa en það getur reynst erfitt að koma þeim af stað. Þá geta markmið þeirra ekki samræmst markmiðum annarra og leitt til deilna innan föruneytisins. Það er einnig heill haugur af smávægilegum persónum sem spilarar rekast á og eru einstakar og skemmtilegar á sinn hátt. DOS2 er stútfullur af eftirminnanlegum atvikum.Smá samantekt Ef þið hafið gaman af góðum ævintýrum og spiluðuð/spilið jafnvel D&D með vinum ykkar þá munu þið hafa gaman af DOS2. Hann lítur vel út, hljómar vel og er skemmtilegur og krefjandi. Topp leikur og líklega einn besti klassíski RPG-leikur sem ég hef spilað. Verið samt tilbúin til að verja miklum tíma í hann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Divinity Original Sin 2 er krúnudjásn hlutverkaleikja af gamla skólanum. Svo einfalt er það. Þar er einfaldleikinn þó eiginlega búinn. Hann er erfiður og krefjandi og manni er refsað herfilega fyrir flest mistök. Þá þurfa spilarar að vera tilbúnir til að verja þó nokkrum tíma í að bæði læra á leikinn og spila hann. Það er hins vegar þess virði og ég tala nú ekki um þegar maður er að spila í gegnum leikinn með öðrum, sem er einkar skemmtilegt. Allt getur einhvern veginn gerst og söguheimurinn Rivellion er stórkostlega vel gerður og ítarlegur. Einnig er hægt að berjast gegn öðrum spilurum á netinu. Án þess að skemma eitthvað, þá eru mjög langur tími liðinn frá fyrri leiknum og guðirnir hafa yfirgefið söguheiminn, vond skrýmsli herja á allt og alla og samansafn af hetjum þarf að koma honum til bjargar. Það er þó aðeins flóknara en það og jafnvel töluvert.Það er mjög auðvelt að gera upp á bak í DOS2 og það borgar sig líklega að vera með tvö save í gangi. Það virðist endalaust margar leiðir til að leysa öll verkefni og þar að auki hjálpar leikurinn manni oft á tíðum lítið sem ekkert. Þar er netið besti vinur spilara en þó er auðvitað skemmtilegast að ráða úr verkefnum sjálfur. Frelsi DOS2 kemur fyrst í ljós þegar spilarar velja sér persónu til að spila. Þar er hægt að spila fimm tegundir sem eru menn, álfar, dvergar, eðlufólk (ekki það sem stjórnar heiminum á bak við tjöldin) og jafnvel ódauðar persónur. Ég á þó eftir að prófa það, en miðað við það sem ég hef lesið og séð er það mjög áhugavert. Það er hægt búa til nýjar persónur eða velja aðrar sem eru þegar til. Þær munu svo vera í föruneyti spilara. Seinna meir er þó mögulegt að breyta öllum persónunum upp á nýtt og leika sér með hæfileika og classa. Það borgar sig að fikta.Larian StudiosFiktið borgar sig mest þegar kemur að bardögum, sem eru „turn based“. Eldur og eitur myndar stórar sprengingar. Vatn og eldingar eru frábær blanda og koll af kolli. Það er endalaust hægt að leika sér. Maður þarf þó að passa sig þar sem ákvarðanir geta haft afleiðingar. Allar persónur leiksins virðast geta dáið, sama þó þær séu lykilaðilar í mikilvægum verkefnum. Leikurinn er vel skrifaður og handritshöfundar Larian Studios eru góðir í því að leika sér með tilfinningar spilara. Hann lítur vel út og borðin eru ítarleg og skemmtilega vel hönnuð.Larian StudiosÞá eru helstu persónur leiksins djúpar og áhrifamiklar. Meðlimir föruneytis DOS2 hafa allar sín eigin verkefni sem þau vilja leysa en það getur reynst erfitt að koma þeim af stað. Þá geta markmið þeirra ekki samræmst markmiðum annarra og leitt til deilna innan föruneytisins. Það er einnig heill haugur af smávægilegum persónum sem spilarar rekast á og eru einstakar og skemmtilegar á sinn hátt. DOS2 er stútfullur af eftirminnanlegum atvikum.Smá samantekt Ef þið hafið gaman af góðum ævintýrum og spiluðuð/spilið jafnvel D&D með vinum ykkar þá munu þið hafa gaman af DOS2. Hann lítur vel út, hljómar vel og er skemmtilegur og krefjandi. Topp leikur og líklega einn besti klassíski RPG-leikur sem ég hef spilað. Verið samt tilbúin til að verja miklum tíma í hann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira