Umfjöllun: Tindastóll - ÍR 71-74 | Frábær útisigur Breiðhyltinga Hákon Ingi Rafnsson skrifar 5. október 2017 23:00 Matthías Orri Sigurðarson og félagar sóttu sigur á Krókinn. vísir/anton Dramatískur sigur í Síkinu hjá ÍR, þar sem Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en ÍR komu sterkir til baka og settu vörnina í lás í fjórða leikhluta. Lokatölur 71-74, ÍR-ingum í vil. Tindastólsmenn byrjuðu leikinn töluvert betur en ÍR-ingar voru samt alltaf stutt á eftir. Ryan Taylor fór á kostum í fyrsta leikhluta og setti fyrstu 8 stigin. Sigtryggur Arnar og Pétur Rúnar byrjuðu einnig frábærlega og drógu þeir vagninn fyrir Tindastól allan leikhlutann. Í 2 leikhluta þá var varnarleikurinn sem að einkenndi spilamennsku beggja liða en það voru aðeins skoruð 9 stig fyrstu 5 mínúturnar samanlagt hjá báðum liðum. Í seinni hálfleik þá gáfu ÍR-ingar eftir og stólarnir fóru að auka forskot sitt en í lok 3 leikhluta var staðan 61-47 Tindastól í vil. Í 4 leikhluta duttu ÍR-ingar heldur betur í gang og Tindastólsmenn hætta nánast, en áður en áhofendur vissu af þá voru ÍR-ingar komnir yfir. Þegar mínúta var eftir þá duttu Tindastólsmenn allt í einu í gang og minnkuðu muninn úr 7 stigum í 3 stig en seinasta skotið í leiknum var frá Pétri Rúnari og það small á hringnum en vildi ekki ofan í. Lokatölur 71-74. Ryan Taylor leikmaður ÍR var áberandi bestur í kvöld þótt að Pétur Rúnar og Sigtryggur áttu báðir mjög góðan leik. Dominos-deild karla
Dramatískur sigur í Síkinu hjá ÍR, þar sem Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en ÍR komu sterkir til baka og settu vörnina í lás í fjórða leikhluta. Lokatölur 71-74, ÍR-ingum í vil. Tindastólsmenn byrjuðu leikinn töluvert betur en ÍR-ingar voru samt alltaf stutt á eftir. Ryan Taylor fór á kostum í fyrsta leikhluta og setti fyrstu 8 stigin. Sigtryggur Arnar og Pétur Rúnar byrjuðu einnig frábærlega og drógu þeir vagninn fyrir Tindastól allan leikhlutann. Í 2 leikhluta þá var varnarleikurinn sem að einkenndi spilamennsku beggja liða en það voru aðeins skoruð 9 stig fyrstu 5 mínúturnar samanlagt hjá báðum liðum. Í seinni hálfleik þá gáfu ÍR-ingar eftir og stólarnir fóru að auka forskot sitt en í lok 3 leikhluta var staðan 61-47 Tindastól í vil. Í 4 leikhluta duttu ÍR-ingar heldur betur í gang og Tindastólsmenn hætta nánast, en áður en áhofendur vissu af þá voru ÍR-ingar komnir yfir. Þegar mínúta var eftir þá duttu Tindastólsmenn allt í einu í gang og minnkuðu muninn úr 7 stigum í 3 stig en seinasta skotið í leiknum var frá Pétri Rúnari og það small á hringnum en vildi ekki ofan í. Lokatölur 71-74. Ryan Taylor leikmaður ÍR var áberandi bestur í kvöld þótt að Pétur Rúnar og Sigtryggur áttu báðir mjög góðan leik.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti