Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2017 20:00 Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira