Demetrious Johnson með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2017 06:09 Demetrious Johnson klárar Ray Borg í 5. lotu. Vísir/Getty UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00