Innlent

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykktur

Kjartan Kjartansson skrifar
Þorsteinn Bergsson er efsti maður á lista Alþýðufylkingarinnar á Norðausturlandi.
Þorsteinn Bergsson er efsti maður á lista Alþýðufylkingarinnar á Norðausturlandi.
Aðalfundur Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista fyrir þingkosningarnar 28. október í gær. Þorsteinn Bergsson, dýraeftirlitsmaður á Egilsstöðum, leiðir lista flokksins.

Ný stjórn var kjörin á fundinum og er Þorsteinn jafnframt formaður félagsins. Framboðslistinn var samþykktur einróma, að því er segir í tilkynningu.

1. Þorsteinn Bergsson, dýraeftirlitsmaður, Egilsstöðum

2. Bjarmi Dýrfjörð, nemi, Akureyri

3. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Akureyri

4. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík 

5. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði

6. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumeistari, Akureyri

7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum Öxarfirði 

8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri 

9. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3 Eyjafjarðarsveit

10. Sóldís Stefánsdóttir, sjúkraliði, Akureyri

11. Sigurður Ormur Aðalsteinsson, nemi, Akureyri 

12. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði

13. Hilmar Dúi Björgvinsson, skrúðgarðyrkjufræðingur, Svalbarðseyri

14. Gunnar Helgason, rafvélavirki, Akureyri

15. Hrafnkell Brynjarsson, nemi, Akureyri

16. Steingerður Kristjánsdóttir, Svalbarðseyri

17. Ása Þorsteinsdóttir, nemi, Egilsstöðum

18. Svandís Geirsdóttir, ræstitæknir, Akureyri

19. Jón Heiðar Steinþórsson, bóndi, Ytri-Tungu, Tjörnesi

20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×