Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 15:39 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32
Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49