Innlent

Ásmundur og Halla efst á lista Framsóknar í NV-kjördæmi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kosið var um lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi á Bifröst í dag.
Kosið var um lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi á Bifröst í dag. Framsóknarflokkurinn
Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi alþingismaður, leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Halla Signý  Kristjánsdóttir, fjármálastjóri í Bolungarvík, situr í öðru sæti listans og Stefán Vagn Stefánsson, bæjarfulltrúi og yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, er í því þriðja.

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Bifröst. Samþykkt var að Ásmundur skyldi leiða listann fyrr í dag en að því búnu var kosið um þá sem neðar eru á listanum, að því er segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi má sjá í heild sinni hér að neðan:

1. Ásmundur Einar Daðason, Borgarnesi

2. Halla Signý Kristjánsdóttir, Bolungarvík

3. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkrókur

4. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð

5. Guðveig Anna Eyglóardóttir, Borgarnesi

6. Lilja Sigurðardóttir, Patreksfjörður

7. Þorgils Magnússon, Blönduósi

8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, Hvammstanga

9. Einar Guðmann Örnólfsson, Borgarbyggð

10. Jón Árnason, Patreksfirði

11. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Dalabyggð

12. Gauti Geirsson, Ísafirði

13. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi

14. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Borgarbyggð

15. Elsa Lára Arnardóttir, Akranes

16. Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×