Fékk fyrir hjartað og þar með tíma til að skrifa bók Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 10:00 Stefán Sturla hefur sent frá sér fyrsta reyfarann. Mynd/Sigurður Mar Fuglaskoðarinn er ný bók eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson leikara. Eftir hann liggja tvær barnabækur og eitt spurningaspil en Fuglaskoðarinn er fyrsti krimminn. „Þetta er fyrsta fullorðinsbókin mín og hún er glæpasaga,“ segir Stefán, sem er einnig leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. „Mér og konu minni, Petru Högnäs, þykir báðum gaman að lesa reyfara og höfðum fíflast með að við þyrftum að skrifa saman bók. Petra er í þannig vinnu að hún hefur ekki mikinn extratíma en fyrir þremur árum fékk ég fyrir hjartað og þurfti að fara í aðgerð og þegar ég var að ná mér eftir það sleit ég hásinina á fótboltaæfingu þannig að samanlagt var ég við rúmið í heilt ár. Þá sat ég með tölvuna á hnjánum og skrifaði og þessi saga varð til.“ Áður hefur Stefán Sturla gefið út tvær barnabækur um Trjálf, fígúru sem hann var með í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um tíma. Einnig var hann ritstjóri Íslandsspils sem kom út 2002. Hann kveðst hafa sent Gísla Má hjá bókaútgáfunni Ormstungu handritið að Fuglaskoðaranum. „Gísli hringdi í mig stuttu síðar og sagði: „Stefán, ég er búinn að vera í pásu í útgáfu í nokkur ár og ég hef aldrei gefið út glæpareyfara.“ Þá bjóst ég við að hann segði næst: Þakka þér samt kærlega fyrir – en þá kom: „En ég ætla að gefa út þessa bók.“ Ég var mjög hamingjusamur með það. Bókarkápan er eftir Gísla Má og samstarfið við hann hefði ekki getað verið betra.“Stefán Sturla dvelur nú á Höfn en á heima í Finnlandi. „Ég á fjölskyldu í Finnlandi, konu og tvö börn. Við búum í Vasa og eigum líka lítinn hobbíbúgarð, erum með íslenska hesta og hund og kött,“ lýsir hann en hvað er hann að gera á Hornafirði? „Ég hef umsjón með lista- og menningarsviði framhaldsskólans. Skólinn stendur að veglegum leiksýningum og ég var hér síðasta vetur að leikstýra. Nú er bók Astrid Lindgren, Ronja ræningjadóttir, tekin fyrir í félagsvísindum, bókmenntum, tónlist, myndlist, sviðslist, sönglist og kvikmyndagerð og á vetrarönninni verður gerð sýning út frá henni, annaðhvort okkar eigin leikgerð eða minni sýningar. Það er á hendi nemenda. Á vorönn fá svo nemendur að standa að fleiri listviðburðum. Þetta starf leiði ég.“ En skyldi hann eitthvað fá að starfa að sviðslistum í Finnlandi? „Já, ég hef fengið að leika og leikstýra, bæði í sænsku- og finnskumælandi leikhúsum, reyndar ekki leika á finnsku. En síðustu tvö ár hef ég mest unnið með Rauða krossinum við að reyna að koma rútínu á líf flóttamanna og hjálpa þeim með sínar daglegu þarfir.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fuglaskoðarinn er ný bók eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson leikara. Eftir hann liggja tvær barnabækur og eitt spurningaspil en Fuglaskoðarinn er fyrsti krimminn. „Þetta er fyrsta fullorðinsbókin mín og hún er glæpasaga,“ segir Stefán, sem er einnig leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. „Mér og konu minni, Petru Högnäs, þykir báðum gaman að lesa reyfara og höfðum fíflast með að við þyrftum að skrifa saman bók. Petra er í þannig vinnu að hún hefur ekki mikinn extratíma en fyrir þremur árum fékk ég fyrir hjartað og þurfti að fara í aðgerð og þegar ég var að ná mér eftir það sleit ég hásinina á fótboltaæfingu þannig að samanlagt var ég við rúmið í heilt ár. Þá sat ég með tölvuna á hnjánum og skrifaði og þessi saga varð til.“ Áður hefur Stefán Sturla gefið út tvær barnabækur um Trjálf, fígúru sem hann var með í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um tíma. Einnig var hann ritstjóri Íslandsspils sem kom út 2002. Hann kveðst hafa sent Gísla Má hjá bókaútgáfunni Ormstungu handritið að Fuglaskoðaranum. „Gísli hringdi í mig stuttu síðar og sagði: „Stefán, ég er búinn að vera í pásu í útgáfu í nokkur ár og ég hef aldrei gefið út glæpareyfara.“ Þá bjóst ég við að hann segði næst: Þakka þér samt kærlega fyrir – en þá kom: „En ég ætla að gefa út þessa bók.“ Ég var mjög hamingjusamur með það. Bókarkápan er eftir Gísla Má og samstarfið við hann hefði ekki getað verið betra.“Stefán Sturla dvelur nú á Höfn en á heima í Finnlandi. „Ég á fjölskyldu í Finnlandi, konu og tvö börn. Við búum í Vasa og eigum líka lítinn hobbíbúgarð, erum með íslenska hesta og hund og kött,“ lýsir hann en hvað er hann að gera á Hornafirði? „Ég hef umsjón með lista- og menningarsviði framhaldsskólans. Skólinn stendur að veglegum leiksýningum og ég var hér síðasta vetur að leikstýra. Nú er bók Astrid Lindgren, Ronja ræningjadóttir, tekin fyrir í félagsvísindum, bókmenntum, tónlist, myndlist, sviðslist, sönglist og kvikmyndagerð og á vetrarönninni verður gerð sýning út frá henni, annaðhvort okkar eigin leikgerð eða minni sýningar. Það er á hendi nemenda. Á vorönn fá svo nemendur að standa að fleiri listviðburðum. Þetta starf leiði ég.“ En skyldi hann eitthvað fá að starfa að sviðslistum í Finnlandi? „Já, ég hef fengið að leika og leikstýra, bæði í sænsku- og finnskumælandi leikhúsum, reyndar ekki leika á finnsku. En síðustu tvö ár hef ég mest unnið með Rauða krossinum við að reyna að koma rútínu á líf flóttamanna og hjálpa þeim með sínar daglegu þarfir.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira