Miðausturlensk matarveisla: Falafel, bakað blómkál og jógúrtís Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. október 2017 17:00 Bakað blómkál með jógúrtsósu. „Hasarinn, ástríðan og fá að skapa eitthvað nýtt,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon spurður um hvað það er sem heillar svo mjög við matreiðslu. Þráinn Freyr rekur veitingastaðinn Sumac á Laugavegi við miklar vinsældir. Réttir staðarins eru undir áhrifum frá Líbanon og Marokkó. Þráni Frey fannst vanta nýja strauma í matarmenningu Reykjavíkur. Þráinn Freyr Vigfússon rekur Sumac á Laugavegi við miklar vinsældir. Á meðal vinsælustu rétta staðarins er ofnbakað blómkál sem hann gefur lesendum uppskriftina að. Hann er alls óhræddur við það að gestir hætti við að koma á veitingastaðinn þótt hann gefi upp leyndarmálin. „Það skiptir máli hvernig þetta er gert og andrúmsloftið er ekki síður mikilvægt þegar maður borðar góðan mat,“ segir Þráinn Freyr. Þessa dagana undirbýr hann einnig opnun nýs veitingastaðar inn af Sumac. Þar sem gestir geta setið í ró og næði. „Hann mun eiga sitt nafn og maturinn er úr annarri átt en Sumac,“ segir Þráinn Freyr leyndardómsfullur. Falafel að hætti Þráins. Fréttablaðið/Eyþór Falafel (uppskrift fyrir fjóra) 500 g kjúklingabaunir 1 stk. grilluð paprika 3 stk. bakaðir hvítlauksgeirar 1 stk. laukur 25 g kóríander 60-80 g maizena Salt, svartur pipar, cumen Laukurinn er svitaður í potti, svo eru kjúklingabaunir, paprika, hvítlaukur, laukur og kóríander sett í matvinnsluvél og unnið saman. Þá er þetta smakkað til með salti, pipar og kúmeni og svo þykkt með maizena. Djúpsteikt á 180°C í 3-4 mínútur. Kryddjurta jógúrtsósa 200 g grískt jógúrt 50 g dill 30 g mynta Salt Lime safiJógúrtið, dillið og myntan er unnið saman í blandara þar til sósan hefur fengið fallegan grænan lit, því næst er hún krydduð til með salti og lime safa. Bakað blómkál 2 stk. blómkál Blómkálið er soðið í 6 mínútur, því næst kryddað með kryddblöndunni og bakað inni í ofni á 190°C í 15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið gullinbrúnt. Blómkálið er síðan borið fram með jógúrtsósu, granateplum og ristuðum möndluflögum. Kryddblanda 10 g salt 5 g sykur 5 g malað kúmen 3 g ristuð og möluð kóríanderfræ Öllu blandað saman. Jógúrtsósa 200 g grísk jógúrt 30 g kúmen 30 g tahini Salt, pipar, sítrónusafi Jógúrt, tahini og kúmeni er blandað saman og smakkað til með salti, pipar og sítrónu. Granatepla vinaigrette 1stk. granatepli 1stk. appelsína 50 ml ólífuolía 25 ml eplaedik Salt, hunangGranateplið er opnað og fræin tekin úr, safanum og berkinum af einni appelsínu er bætt við ásamt olíunni og edikinu og því næst er það smakkað til með salti og hunangi. Ferskur eftirréttur undir líbönskum áhrifum. Fréttablaðið/Eyþór Jógúrt ís 600 ml mjólk 200 g sykur 160 g glúkósi 800 g jógúrt 6 g stabilizer /hægt að nota líka 3 stykki matarlímsblöð Safi úr einni sítrónu Mjólk, sykur og glúkósi hitað að suðu, þá er stabilizerinn(eða matarlímsblöð) hrærður saman við og blandan kæld. Jógúrtið er svo hrært saman við kalda blönduna ásamt sítrónusafanum. Sett í ísvél og hrært upp. Sumac Graníta 500 l vatn 100 g sykur 1 blað matarlím 25 g sumac 250 g jarðarberLeggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Vatn og sykur er soðið upp, svo er matarlími bætt út í og hrært saman við, kælið svo blönduna. Vinnið allt saman í blandara og sigtið. Frystið í stáldalli og skafið svo upp með gaffli. Sítrónukrem 100 g sítrónusafi 10 g sítrónubörkur 120 g sykur 70 g eggjarauður 1 g salt 130 g smjör Xantana 1 kanilstöng 1 stk. kardimommaSetjið saman í pott sítrónusafa, börk, kanil, kardimommur, egg og sykur. Vinnið yfir hita rólega þar til eggin hafa eldast og náð góðri þykkt. Setjið í blandara og takið frá kanilinn og kardimommuna. Vinnið blönduna smátt og smátt með smjöri. Smakkið til með sykri og salti. Skerið niður jarðarber og skreytið með þeim. Blómkál Grænmetisréttir Ís Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Hasarinn, ástríðan og fá að skapa eitthvað nýtt,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon spurður um hvað það er sem heillar svo mjög við matreiðslu. Þráinn Freyr rekur veitingastaðinn Sumac á Laugavegi við miklar vinsældir. Réttir staðarins eru undir áhrifum frá Líbanon og Marokkó. Þráni Frey fannst vanta nýja strauma í matarmenningu Reykjavíkur. Þráinn Freyr Vigfússon rekur Sumac á Laugavegi við miklar vinsældir. Á meðal vinsælustu rétta staðarins er ofnbakað blómkál sem hann gefur lesendum uppskriftina að. Hann er alls óhræddur við það að gestir hætti við að koma á veitingastaðinn þótt hann gefi upp leyndarmálin. „Það skiptir máli hvernig þetta er gert og andrúmsloftið er ekki síður mikilvægt þegar maður borðar góðan mat,“ segir Þráinn Freyr. Þessa dagana undirbýr hann einnig opnun nýs veitingastaðar inn af Sumac. Þar sem gestir geta setið í ró og næði. „Hann mun eiga sitt nafn og maturinn er úr annarri átt en Sumac,“ segir Þráinn Freyr leyndardómsfullur. Falafel að hætti Þráins. Fréttablaðið/Eyþór Falafel (uppskrift fyrir fjóra) 500 g kjúklingabaunir 1 stk. grilluð paprika 3 stk. bakaðir hvítlauksgeirar 1 stk. laukur 25 g kóríander 60-80 g maizena Salt, svartur pipar, cumen Laukurinn er svitaður í potti, svo eru kjúklingabaunir, paprika, hvítlaukur, laukur og kóríander sett í matvinnsluvél og unnið saman. Þá er þetta smakkað til með salti, pipar og kúmeni og svo þykkt með maizena. Djúpsteikt á 180°C í 3-4 mínútur. Kryddjurta jógúrtsósa 200 g grískt jógúrt 50 g dill 30 g mynta Salt Lime safiJógúrtið, dillið og myntan er unnið saman í blandara þar til sósan hefur fengið fallegan grænan lit, því næst er hún krydduð til með salti og lime safa. Bakað blómkál 2 stk. blómkál Blómkálið er soðið í 6 mínútur, því næst kryddað með kryddblöndunni og bakað inni í ofni á 190°C í 15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið gullinbrúnt. Blómkálið er síðan borið fram með jógúrtsósu, granateplum og ristuðum möndluflögum. Kryddblanda 10 g salt 5 g sykur 5 g malað kúmen 3 g ristuð og möluð kóríanderfræ Öllu blandað saman. Jógúrtsósa 200 g grísk jógúrt 30 g kúmen 30 g tahini Salt, pipar, sítrónusafi Jógúrt, tahini og kúmeni er blandað saman og smakkað til með salti, pipar og sítrónu. Granatepla vinaigrette 1stk. granatepli 1stk. appelsína 50 ml ólífuolía 25 ml eplaedik Salt, hunangGranateplið er opnað og fræin tekin úr, safanum og berkinum af einni appelsínu er bætt við ásamt olíunni og edikinu og því næst er það smakkað til með salti og hunangi. Ferskur eftirréttur undir líbönskum áhrifum. Fréttablaðið/Eyþór Jógúrt ís 600 ml mjólk 200 g sykur 160 g glúkósi 800 g jógúrt 6 g stabilizer /hægt að nota líka 3 stykki matarlímsblöð Safi úr einni sítrónu Mjólk, sykur og glúkósi hitað að suðu, þá er stabilizerinn(eða matarlímsblöð) hrærður saman við og blandan kæld. Jógúrtið er svo hrært saman við kalda blönduna ásamt sítrónusafanum. Sett í ísvél og hrært upp. Sumac Graníta 500 l vatn 100 g sykur 1 blað matarlím 25 g sumac 250 g jarðarberLeggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Vatn og sykur er soðið upp, svo er matarlími bætt út í og hrært saman við, kælið svo blönduna. Vinnið allt saman í blandara og sigtið. Frystið í stáldalli og skafið svo upp með gaffli. Sítrónukrem 100 g sítrónusafi 10 g sítrónubörkur 120 g sykur 70 g eggjarauður 1 g salt 130 g smjör Xantana 1 kanilstöng 1 stk. kardimommaSetjið saman í pott sítrónusafa, börk, kanil, kardimommur, egg og sykur. Vinnið yfir hita rólega þar til eggin hafa eldast og náð góðri þykkt. Setjið í blandara og takið frá kanilinn og kardimommuna. Vinnið blönduna smátt og smátt með smjöri. Smakkið til með sykri og salti. Skerið niður jarðarber og skreytið með þeim.
Blómkál Grænmetisréttir Ís Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira