Án tillits til þöggunarsamfélagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2017 15:15 Eydís Blöndal, ljóðskáld, opnar sig um reynslu sína af kynferðisofbeldi í nýju bókinni sinni. Vísir.is/Margrét Helga Kvenleg, fyndin og hispurslaus eru lýsingarorðin sem Eydís notar til að fanga nýútkomna ljóðabók sína. Blaðamaður hitti Eydísi Blöndal á dögunum og ræddi við hana um lífið og ljóðið. Ljóðabókin Án tillits eftir Eydísi Blöndal kom út á fimmtudag en hún er önnur ljóðabók úr smiðju Eydísar. Árið 2015 gaf hún út bókina Tíst og Bast en Eydís segir að sú nýja sé talsvert frábrugðin þeirri gömlu enda má eiginlega segja að líf Eydísar hafi tekið stakkaskiptum frá því hún gaf út Tíst og bast; Eydís hóf nám í hagfræði og heimspeki, hún varð ástfangin og eignaðist barn. Ljóðstíll Eydísar er mjög persónulegur, enda segir hún: „Þegar ég skrifa ljóð þá skrifa ég um sjálfa mig. Ljóðin mín eru aldrei um neitt annað.“ Titlar eru Eydísi mjög hugleiknir. „Þeir eru það sem fólk sér fyrst og fólk dæmir bókina eftir kápunni, alveg óvart. Titlar grípa svo mikla athygli,“ segir hún. Það var fyrir einskæra tilviljun sem Eydís fann nafn á ljóðabókina. „Ég fann ekki nafn á eitt ljóðanna í bókinni og ég ætlaði bara að skíra það „án titils“ – sem það heitir í bókinni – en skrifaði óvart án tillits.“ Hún varð strax innblásin af titlinum og ákvað að vinna með hann því hún segist ávallt hafa verið tillitslaus gagnvart því hvernig „eigi“ að bera sig að við ljóðagerð. Án tillits við bókmenntahefðina? „Það er einmitt ein pælingin. Ég skrifa með mjög hispurslausum hætti. Ég skrifa um kynferðisofbeldi í þessari bók og ég nálgast það á mínum forsendum en ekki með tilliti til þess hvernig þöggunarsamfélagið vill að ég skrifi um það.“ Eydís segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hafa ljóð um eigin upplifun af kynferðisofbeldi í bókinni en að hún hafi að lokum fundið kjarkinn til þess. „Það er svo sterkt í manni að maður á ekki að tala um þetta. En ég þori að hugsa um þetta,“ segir Eydís sem segir ljóðabókina einkennast af því að þora að hugsa upphátt. Aðspurð segir hún að frásögnin vísi bæði til sjálfrar sín og samfélagsins. „Þetta er óréttlæti sem svo ótrúlega margir verða fyrir. Þetta er ógeðslega óréttlátt gagnvart ógeðslega mörgum,“ segir Eydís sem bætir við að henni hafi fundist mikilvægt að „þessi rödd“ fengi að hljóma því hún telji að svo margir hafi staðið í sömu sporum. Eydís segir það hafa verið erfiða ákvörðun að birta ljóð um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir.Vísir.is/Margrét HelgaTölfræði um kynferðisbrot dragi upp skakka mynd af raunveruleikanumÍ bókinni seturðu fram hugleiðingu um að allir brotaþolar yrðu samtaka um það að kæra gerendur. Geturðu útskýrt þetta betur fyrir lesendum?„Ég hugsa þetta svo oft. Ég er einmitt sjálf brotaþoli kynferðisofbeldis og mér dettur ekki í hug að kæra af því að það myndi bara ekki hafa neitt upp á sig en ég pæli stundum í því. Ég er ekki einu sinni viss hvort mér finnist góð hugmynd að allir myndu kæra en ég pæli bara svo oft í því. Ég hef lent í þessu, ótrúlega margar vinkonur mínar líka og einhverjir vinir mínir. Talan yfir fólk sem kærir gefur svo ótrúlega skakka mynd af raunveruleikanum. Það væri svo óskandi að myndin sem við fáum út frá tölum - sem liggja fyrir yfir brotaþola - væru sannar þá myndi fólk taka kynferðisofbeldi alvarlega,“ segir Eydís til útskýringar en ítrekar þó að hún sé alls ekki að gera lítið úr ákvörðun brotaþola sem velji þá leið að kæra ekki, hún sé ein af þeim. Aðstæður séu einstaklingsbundnar og sönnunarbyrðin þung. Tilgangurinn með ljóðinu sé frekar sá að varpa ljósi á þann fjölda þolenda sem mega sín lítils gagnvart réttarkerfinu.Kuldi fylgir efnahagslegum uppgangiÞað sem veitir ljóðabók Eydísar talsverða sérstöðu er sterk nærvera ljóðmælanda. Ljóðin eru mörg hver einlæg, afdráttarlaus og jafnvel hlý. Er ekki hugrekki fólgið í því að þora leyfa sér það þegar það er meira meginstraums að beita kaldhæðni sem stíltæki? „Það er eins og kuldi fylgi efnahagslegum uppgangi í samfélaginu,“ segir Eydís og bendir á hvernig svarthvíta tískan var allsráðandi árið 2007 og þá beinir hún kastljósinu að nútímanum þar sem daufir litir eru í mikilli tísku. „Þetta endurspeglast auðvitað í samfélaginu og fólkinu. En það er mjög ríkjandi að draga sig til baka og vera lokaður en þannig er það alls ekki í bókunum mínum,“ segir Eydís og skellir upp úr. „Ég kann ekki að skrifa ljóð sem eru ekki bara „algjörlega ég“ á blaðinu og það er bara mín tækni. Þegar ég skrifa ljóð þá skrifa ég um sjálfa mig. Ljóðin mín eru aldrei um neitt annað.“ Þetta segir Eydís þó með þeim fyrirvara að hún les ekki mikið af ljóðum. „Áður en ég gaf út Tíst og bast hafði ég aldrei farið á ljóðakvöld ég vissi ekki að það væru til ljóðakvöld í Reykjavík og hafði varla lesið ljóðabók.“Hvað var það þá sem kveikti áhugann?„Ég hef bara alltaf skrifað ljóð,“ segir Eydís sem segir ljóðaiðjuna vera best til þess fallna að tjá eigin tilfinningar og koma skikki á hugsanir sínar. „Mér hefur fundist það góð til leið til að tjá mínar tilfinningar, kannski af því ég á mjög erfitt með að tala. Ég tala óskýrt og hratt og er mjög fljótfær þegar kemur að því að tala þannig að ég segi stundum hluti sem ég meina ekki endilega af því ég bara pældi ekki nógu djúpt í þeim. Mér finnst ljóðin gefa mér tækifæri til að pæla algjörlega í tilfinningunum sem ég upplifi,“ segir Eydís sem bætir við að skrifin séu ákveðinn samskiptamáti við sjálfa sig.Viðtökufræðileg kynjapólitíkBarnsburður og barneignir eru miðlæg yrkisefni í Án tillits. Spurð að því hvort blaðamaður hafi í frammi kynjafordóma ef hún er spurð nánar út í það, þvertekur Eydís fyrir það. „Það að verða móðir er kvenlægt og tilheyrir reynsluheimi kvenna: Það að ganga með barn, fæða barn og verða móðir þess, segir Eydís sem bendir á að verkum kvenna sé jafnan ekki gert jafn hátt undir höfði og verkum karla. Hún vildi einmitt vinna út frá þessari hugmynd í ljóðunum sínum því hennar ritstíll sé persónulegur og á ritunartíma bókarinnar hafi hún eignast barn. Hún hafi ekki viljað skorast undan því að skrifa um þá upplifun þó að viðtökurnar við verkum sem fjalla um reynsluheim kvenna séu stundum ekki sýnd tilhlýðileg virðing. „Ég skrifa bara mín ljóð út frá mér og mínum reynsluheimi og ég vildi einmitt gera það án tillits til þess hvernig á að skrifa ljóð og um hvað þau eiga að fjalla. Ég pæli mjög mikið í því hvernig samfélagið tekur á móti list kvenna og list karla af því að list karla er alltaf fyrir alla. Bíómyndir sem fjalla um karla eru fyrir alla en bíómyndir sem fjalla um konur eru stelpumyndir sem vinkonuhópar fara saman á í bíó. Vinahópur myndi aldrei gera það,“ segir Eydís sem tekur fram að þrátt fyrir að bókin fjalli um reynsluheim kvenna sé bókin ætluð fyrir alla.Áskorun að skrifa um hamingjuna„Þegar ég skrifaði Tíst og bast voru öll ljóðin frá slæmum stað. Ég hef frá því ég var unglingur skrifað eitthvað sem kemur frá slæmum stað; sorg og reiði. Ég hef aldrei æft þann heila að skrifa falleg ljóð „nú er ég hamingjusöm og ég ætla að skrifa ljóð um það,“ ég hef bara aldrei kunnað það,“ segir Eydís. Hún hafi því staðið frammi fyrir ákveðinni áskorun þegar hún fann gleði og jafnvægi og setti sig í skrifstellingarnar. „Þegar ég kynntist Ása, kærastanum mínum, hugsaði ég „tilvalið að skrifa ljóð, nú er ég ástfangin og líður vel og allt er í góðu jafnvægi, ég skrifa ljóð um það.“ Ég gat það ekki. Ég gat ekki skrifað eitthvað sniðugt og það var ótrúlega mikil áskorun að æfa þá hlið á mér,“ segir Eydís sem tekur fram að afraksturinn hafi verið ljóð sem fjalli um hamingjuna í ákveðnum samanburði við sorgina.Vigdís Birna, dóttir Eydísar, var skáldinu mikill innblástur.Vísir.is/Margrét HelgaHjartagull Allt sem þú ert var einu sinni mitt. Kom frá mér til þín. Blóð, rjómi, kossar. - Allt sem ég gat ekki orðið, ég mun grafa göng, brjóta þök, steypa af kolli, hringja símtöl, vaka um nætur, rista mig á hol, aftur, og aftur, og aftur, til að þú getir orðið nákvæmlega hvað sem er. Bókmenntir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Kvenleg, fyndin og hispurslaus eru lýsingarorðin sem Eydís notar til að fanga nýútkomna ljóðabók sína. Blaðamaður hitti Eydísi Blöndal á dögunum og ræddi við hana um lífið og ljóðið. Ljóðabókin Án tillits eftir Eydísi Blöndal kom út á fimmtudag en hún er önnur ljóðabók úr smiðju Eydísar. Árið 2015 gaf hún út bókina Tíst og Bast en Eydís segir að sú nýja sé talsvert frábrugðin þeirri gömlu enda má eiginlega segja að líf Eydísar hafi tekið stakkaskiptum frá því hún gaf út Tíst og bast; Eydís hóf nám í hagfræði og heimspeki, hún varð ástfangin og eignaðist barn. Ljóðstíll Eydísar er mjög persónulegur, enda segir hún: „Þegar ég skrifa ljóð þá skrifa ég um sjálfa mig. Ljóðin mín eru aldrei um neitt annað.“ Titlar eru Eydísi mjög hugleiknir. „Þeir eru það sem fólk sér fyrst og fólk dæmir bókina eftir kápunni, alveg óvart. Titlar grípa svo mikla athygli,“ segir hún. Það var fyrir einskæra tilviljun sem Eydís fann nafn á ljóðabókina. „Ég fann ekki nafn á eitt ljóðanna í bókinni og ég ætlaði bara að skíra það „án titils“ – sem það heitir í bókinni – en skrifaði óvart án tillits.“ Hún varð strax innblásin af titlinum og ákvað að vinna með hann því hún segist ávallt hafa verið tillitslaus gagnvart því hvernig „eigi“ að bera sig að við ljóðagerð. Án tillits við bókmenntahefðina? „Það er einmitt ein pælingin. Ég skrifa með mjög hispurslausum hætti. Ég skrifa um kynferðisofbeldi í þessari bók og ég nálgast það á mínum forsendum en ekki með tilliti til þess hvernig þöggunarsamfélagið vill að ég skrifi um það.“ Eydís segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hafa ljóð um eigin upplifun af kynferðisofbeldi í bókinni en að hún hafi að lokum fundið kjarkinn til þess. „Það er svo sterkt í manni að maður á ekki að tala um þetta. En ég þori að hugsa um þetta,“ segir Eydís sem segir ljóðabókina einkennast af því að þora að hugsa upphátt. Aðspurð segir hún að frásögnin vísi bæði til sjálfrar sín og samfélagsins. „Þetta er óréttlæti sem svo ótrúlega margir verða fyrir. Þetta er ógeðslega óréttlátt gagnvart ógeðslega mörgum,“ segir Eydís sem bætir við að henni hafi fundist mikilvægt að „þessi rödd“ fengi að hljóma því hún telji að svo margir hafi staðið í sömu sporum. Eydís segir það hafa verið erfiða ákvörðun að birta ljóð um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir.Vísir.is/Margrét HelgaTölfræði um kynferðisbrot dragi upp skakka mynd af raunveruleikanumÍ bókinni seturðu fram hugleiðingu um að allir brotaþolar yrðu samtaka um það að kæra gerendur. Geturðu útskýrt þetta betur fyrir lesendum?„Ég hugsa þetta svo oft. Ég er einmitt sjálf brotaþoli kynferðisofbeldis og mér dettur ekki í hug að kæra af því að það myndi bara ekki hafa neitt upp á sig en ég pæli stundum í því. Ég er ekki einu sinni viss hvort mér finnist góð hugmynd að allir myndu kæra en ég pæli bara svo oft í því. Ég hef lent í þessu, ótrúlega margar vinkonur mínar líka og einhverjir vinir mínir. Talan yfir fólk sem kærir gefur svo ótrúlega skakka mynd af raunveruleikanum. Það væri svo óskandi að myndin sem við fáum út frá tölum - sem liggja fyrir yfir brotaþola - væru sannar þá myndi fólk taka kynferðisofbeldi alvarlega,“ segir Eydís til útskýringar en ítrekar þó að hún sé alls ekki að gera lítið úr ákvörðun brotaþola sem velji þá leið að kæra ekki, hún sé ein af þeim. Aðstæður séu einstaklingsbundnar og sönnunarbyrðin þung. Tilgangurinn með ljóðinu sé frekar sá að varpa ljósi á þann fjölda þolenda sem mega sín lítils gagnvart réttarkerfinu.Kuldi fylgir efnahagslegum uppgangiÞað sem veitir ljóðabók Eydísar talsverða sérstöðu er sterk nærvera ljóðmælanda. Ljóðin eru mörg hver einlæg, afdráttarlaus og jafnvel hlý. Er ekki hugrekki fólgið í því að þora leyfa sér það þegar það er meira meginstraums að beita kaldhæðni sem stíltæki? „Það er eins og kuldi fylgi efnahagslegum uppgangi í samfélaginu,“ segir Eydís og bendir á hvernig svarthvíta tískan var allsráðandi árið 2007 og þá beinir hún kastljósinu að nútímanum þar sem daufir litir eru í mikilli tísku. „Þetta endurspeglast auðvitað í samfélaginu og fólkinu. En það er mjög ríkjandi að draga sig til baka og vera lokaður en þannig er það alls ekki í bókunum mínum,“ segir Eydís og skellir upp úr. „Ég kann ekki að skrifa ljóð sem eru ekki bara „algjörlega ég“ á blaðinu og það er bara mín tækni. Þegar ég skrifa ljóð þá skrifa ég um sjálfa mig. Ljóðin mín eru aldrei um neitt annað.“ Þetta segir Eydís þó með þeim fyrirvara að hún les ekki mikið af ljóðum. „Áður en ég gaf út Tíst og bast hafði ég aldrei farið á ljóðakvöld ég vissi ekki að það væru til ljóðakvöld í Reykjavík og hafði varla lesið ljóðabók.“Hvað var það þá sem kveikti áhugann?„Ég hef bara alltaf skrifað ljóð,“ segir Eydís sem segir ljóðaiðjuna vera best til þess fallna að tjá eigin tilfinningar og koma skikki á hugsanir sínar. „Mér hefur fundist það góð til leið til að tjá mínar tilfinningar, kannski af því ég á mjög erfitt með að tala. Ég tala óskýrt og hratt og er mjög fljótfær þegar kemur að því að tala þannig að ég segi stundum hluti sem ég meina ekki endilega af því ég bara pældi ekki nógu djúpt í þeim. Mér finnst ljóðin gefa mér tækifæri til að pæla algjörlega í tilfinningunum sem ég upplifi,“ segir Eydís sem bætir við að skrifin séu ákveðinn samskiptamáti við sjálfa sig.Viðtökufræðileg kynjapólitíkBarnsburður og barneignir eru miðlæg yrkisefni í Án tillits. Spurð að því hvort blaðamaður hafi í frammi kynjafordóma ef hún er spurð nánar út í það, þvertekur Eydís fyrir það. „Það að verða móðir er kvenlægt og tilheyrir reynsluheimi kvenna: Það að ganga með barn, fæða barn og verða móðir þess, segir Eydís sem bendir á að verkum kvenna sé jafnan ekki gert jafn hátt undir höfði og verkum karla. Hún vildi einmitt vinna út frá þessari hugmynd í ljóðunum sínum því hennar ritstíll sé persónulegur og á ritunartíma bókarinnar hafi hún eignast barn. Hún hafi ekki viljað skorast undan því að skrifa um þá upplifun þó að viðtökurnar við verkum sem fjalla um reynsluheim kvenna séu stundum ekki sýnd tilhlýðileg virðing. „Ég skrifa bara mín ljóð út frá mér og mínum reynsluheimi og ég vildi einmitt gera það án tillits til þess hvernig á að skrifa ljóð og um hvað þau eiga að fjalla. Ég pæli mjög mikið í því hvernig samfélagið tekur á móti list kvenna og list karla af því að list karla er alltaf fyrir alla. Bíómyndir sem fjalla um karla eru fyrir alla en bíómyndir sem fjalla um konur eru stelpumyndir sem vinkonuhópar fara saman á í bíó. Vinahópur myndi aldrei gera það,“ segir Eydís sem tekur fram að þrátt fyrir að bókin fjalli um reynsluheim kvenna sé bókin ætluð fyrir alla.Áskorun að skrifa um hamingjuna„Þegar ég skrifaði Tíst og bast voru öll ljóðin frá slæmum stað. Ég hef frá því ég var unglingur skrifað eitthvað sem kemur frá slæmum stað; sorg og reiði. Ég hef aldrei æft þann heila að skrifa falleg ljóð „nú er ég hamingjusöm og ég ætla að skrifa ljóð um það,“ ég hef bara aldrei kunnað það,“ segir Eydís. Hún hafi því staðið frammi fyrir ákveðinni áskorun þegar hún fann gleði og jafnvægi og setti sig í skrifstellingarnar. „Þegar ég kynntist Ása, kærastanum mínum, hugsaði ég „tilvalið að skrifa ljóð, nú er ég ástfangin og líður vel og allt er í góðu jafnvægi, ég skrifa ljóð um það.“ Ég gat það ekki. Ég gat ekki skrifað eitthvað sniðugt og það var ótrúlega mikil áskorun að æfa þá hlið á mér,“ segir Eydís sem tekur fram að afraksturinn hafi verið ljóð sem fjalli um hamingjuna í ákveðnum samanburði við sorgina.Vigdís Birna, dóttir Eydísar, var skáldinu mikill innblástur.Vísir.is/Margrét HelgaHjartagull Allt sem þú ert var einu sinni mitt. Kom frá mér til þín. Blóð, rjómi, kossar. - Allt sem ég gat ekki orðið, ég mun grafa göng, brjóta þök, steypa af kolli, hringja símtöl, vaka um nætur, rista mig á hol, aftur, og aftur, og aftur, til að þú getir orðið nákvæmlega hvað sem er.
Bókmenntir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira