Innlent

Helgi Hrafn leiðir lista Pírata í Reykjavík

Anton Egilsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. Vísir/GVA
Úrslit liggja nú fyrir í prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum að frátöldu Norðausturkjördæmi. Helgi Hrafn Gunnarsson er oddviti flokksins í Reykjavík.

Voru úrslitin kynnt á lýðræðishátíð í Hörpu rétt í þessu undir yfirskriftinni: Framtíðin er okkar. Kosningu í prófkjörum Pírata lauk í dag klukkan 15 í öllum kjördæmum utan Norðausturkjördæmis þar sem kosningu lýkur klukkan 19. Niðurstöður þaðan verða kynntar skömmu eftir að kosningunni lýkur.

Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir munu leiða lista flokksins í Reykjavík, Smári McCarthy verður oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, Eva Pandora Baldursdóttir verður oddviti í Norðvesturkjördæmi og Jón Þór Ólafsson oddviti í Suðvesturkjördæmi.

Hér að neðan má sjá niðurröðun á lista í heild sinni.

Reykjavíkurkjördæmin (sameiginlegt prófkjör) 

Helgi Hrafn Gunnarsson 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 

Þeir sem hér koma að neðan velja sér kjördæmi, norður eða suður: 

Björn Leví Gunnarsson 

Halldóra Mogensen

Gunnar Hrafn Jónsson

Olga Margrét Cilia

Snæbjörn Brynjarsson 

Sara Oskarsson 

Einar Steingrímsson

Katla Hólm Vilberg-Þórhildardóttir 

Suðvesturkjördæmi

1. Jón Þór Ólafsson

2. Oktavía Hrund Jónsdóttir

3. Ásta Helgadóttir

4. Dóra Björt Guðjónsdóttir

5. Andri Þór Sturluson 

Suðurkjördæmi

1. Smári McCarthy 

2. Álfheiður Eymarsdóttir 

3. Fanný Þórsdóttir

4. Albert Svan 

5. Kristinn Ágúst Eggertsson

Norðvesturkjördæmi

1. Eva Pandora Baldursdóttir 

2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson 

3. Rannveig Ernudóttir 

4. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir 

5. Sunna Einarsdóttir

Uppfært 18:24

Fram kom í fréttinni að Helgi Hrafn Gunnarsson myndi leiða lista Pírata í Reykjavík suður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lista í Reykjavík norður.  Samkvæmt Erlu Hlynsdóttur, framkvæmdarstjóra Pírata, liggur ekki fyrir hvorn Reykjavíkurlistann þau Helgi Hrafn og Þórhildur Sunna munu leiða en ákvörðun um það verður tekin á morgun.

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×