Innlent

Einar Brynjólfsson oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi

Anton Egilsson skrifar
Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.
Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata. Vísir/Eyþór
Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, verður oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hann skipaði einnig oddvitasæti flokksins fyrir síðustu kosningar. Þá skipar Guðrún Ágústa Þórdísardóttir annað sæti listans en það gerði hún sömuleiðis í síðustu kosningum.

Kosningu í prófkjörum Pírata lauk í dag klukkan 15 í öllum kjördæmum að undanskildu Norðausturkjördæmi þar sem kosningu lauk klukkan 19. Niðurstöður prófkjörsins í heild má sjá á vef Pírata.

Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir munu leiða lista flokksins í Reykjavík, Smári McCarthy verður oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, Eva Pandora Baldursdóttir verður oddviti í Norðvesturkjördæmi og Jón Þór Ólafsson oddviti í Suðvesturkjördæmi.


Tengdar fréttir

Helgi Hrafn leiðir lista Pírata í Reykjavík

Úrslit liggja nú fyrir í prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum að frátöldu Norðausturkjördæmi. Helgi Hrafn Gunnarsson er oddviti flokksins í Reykjavík fyir komandi þingkosningar sem fram fara þann 28. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×