Íslensk vefverslun og samkeppnishæfni Guðrún Tinna Ólafsdóttir skrifar 20. september 2017 07:00 Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar