Skiptir öllu máli fyrir ungar konur að byggja upp sterkt tengslanet Steinunn Camilla Stones skrifar 20. september 2017 07:00 Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun