Innlent

Meirihluti vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir hér sposk á svip við nokkra af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þinginu á þriðjudaginn. Flestir vilja sjá flokk hennar taka sæti í nýrri ríkisstjórn ef marka má niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir hér sposk á svip við nokkra af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þinginu á þriðjudaginn. Flestir vilja sjá flokk hennar taka sæti í nýrri ríkisstjórn ef marka má niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. vísir/anton brink
Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Næstflestir vilja að Framsóknarflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn, eða 35 prósent, og 33 prósent vilja sjá Samfylkinguna í næstu ríkisstjórn.

Þá vilja 31 prósent að Sjálfstæðisflokkurinn taki sæti í nýrri ríkisstjórn, 30 prósent vilja Pírata og 26 prósent Bjarta framtíð. Þá vilja 19 prósent sjá Flokk fólksins í ríkisstjórn og önnur 19 prósent Viðreisn. Fjögur prósent nefndu svo Dögun en 74 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar.

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er síðan hlynntur því að þing verði rofið og boðað til kosninga á næstu mánuðum. 33 prósent sögðust vera alfarið hlynnt því, 22 prósent mjög hlynnt og 17 prósent frekar hlynnt en alls tóku 96 prósent afstöðu til þessarar spurningar.

Búið er að boða til kosninga þann 28. október næstkomandi en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn á fimmtudaginn í liðinni viku.

 

Nánar má kynna sér Þjóðarpúls Gallup og niðurstöður hans hér.


Tengdar fréttir

Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn

Þingflokksformanni Pírata þykir of geyst farið í kosningar. Fimm flokka stjórn hafi verið möguleiki. Fólk á þingi segist hafa talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna en formaður flokksins segir þann möguleika aldrei hafa komið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×